Leita í fréttum mbl.is

Ketkrókur

Í nótt kemur ketkrókur

Dökkt var klćđiđ, dökk var lund,
dökkur birtist klókur.
Međ boginn staut um stein og grund
stiklađi Ketkrókur.

Sagt var um ţann ónytjung,
ađ ýfđi hungurs tregi,
í ketiđ óx oft ţráin ţung,
á Ţorláksmessudegi.

Hörku gómsćtt hangiket,
hafđi sérhver kompa.
Fóliđ stautinn langa lét
líđa niđur strompa.

Ţjófóttur međ gruggugt geđ
gerđi illt međ poti.
Drungalegt sem dánarbeđ
varđ dagurinn í koti.


---

En núna sveiflar sínum krók
syngur lagleg kvćđi.
Ţćgilegur ţambar kók
ţykir snilld og ćđi.


Veđriđ

Kári blćs nú helst til hast,
hrjúfar skrapast kverkar.
Rámur hvćsir, hringsnúast
hryđjur kaldar, sterkar.


Föstudagurinn svarti

Kátt er yfir köldum hjörtum,
kaupmenn halda veislu,
á föstudegi, furđu svörtum
fagna meiri neyslu.


Blásvart húmiđ

Fuglar éta frćin köld og frostiđ bítur.
Stjörnubjart er blásvart húmiđ
bísn nú freistar hlýja rúmiđ.


Sjálfslýsing

 

Ţórđargleđi ofar er,
aldrei fettar granir.
Stređi unnir, sjaldan sér,
súrar ofskynjanir.


Sumaraukinn

Sumaraukinn kitlar klett,
krumminn baukar hrjóđur,
hrossagaukur leikur létt,
ljósgrćnn ţraukar gróđur.

Breytt: Ţessi staka hefur breyst eftir ađ mér var bent á hvađ orđiđ hrjóđur er undarlegt orđ og eftir ađ ljóst var hvađ ţessi vísa var stutt frá ţví ađ vera sléttubönd. Gleymiđ ţví ţessari ađ ofan og muniđ ţessa frekar :)

Sumaraukar kitla klett,
krumminn baukar hljóđur,
hrossagaukar leika létt,
ljósgrćnn ţraukar gróđur.


Níđvísa

Hérna var einn gamall grár
geđi var á tćpu.
Kjaftagleiđur, ţröngur, ţrár
ţurs međ úldna rćpu.


Nátthildur Dimmalimm

Nötrar maliđ Nátthildar,
nú á öđrum slóđum,
ofan á kjöltu eilífđar,
upp ađ hlýjum glóđum.

2019-04-18 16.05.17


Stöku staka

Forsetinn:
Ekki er gatan alltaf breiđ

ýmsar hćttur leynast,
en forsetinn hann fer ţá leiđ
sem farsćlust mun reynast.

Tengdamamma sjötug:
Ađ rótum hlúir, reitir arfa,
rćktar beđ í erg og gríđ.
Tengdamóđir mín mun starfa
međal blóma alla tíđ.

Sléttubönd:
Sjaldan yrki, vondar vísur
velta útúr kjafti.
Aldan gutlar, hávćrt hnísur
hlćgja, skeljar lapti.

Brúđkaupsvísa:
Ađ ykkur núna allir dást,
ţađ okkar gleđi sannar.
Sífellt rćktiđ sanna ást,
Sigga Rún og Fannar.

Pottavísa:
Sólin glóir, geislar ljá
glit viđ sjó og potta.
Fegnir ţangađ fara ţá,
ferđamenn til ţvotta.

Sumarkuldavísa:
Norđanvindar naprir streyma,
nötrar allur Flóinn.
Víst er gott ađ vera heima,
ţá vćlir kaldur spóinn.

 


Örfáar stökur

Nokkrar stökur sem hafa safnast saman undanfarna mánuđi: 

Ţorri:

Ţó ađ kaldur Ţorri sé
ţiđna ég á blótum.
Súrar klaufir, sviđin hné
sinar ét af fótum.

Ţegar sé ég ţorrafat
ţá verđ ég mjög ćstur.
Giniđ opna, gleypi mat
góđur er hann kćstur.
 
Hertur, reyktur, saltur, súr
sviđinn mat ég kyngi.
Fer í Ţorra ketókúr
kátur ţó ég spryngi.

Hálf sléttubönd:

Kraftur brestur latur les
línur ţessar aftur.
Aftur ţessar línur les
latur brestur kraftur.

Vísnagáta 1 (tilgáta ađ svari velkomnar í athugasemdum):

Veldur ísköld vetrarnótt,
vír úr teini grönnum,
lćsir hurđum hart og mjótt,
hörđ er böl í tönnum.

Lífskjarasamningur

Loksins komu kjarabćtur
krydd er nú á fiski.
En hótelstjórinn hávćrt grćtur 
í humarinn á diski. 

Vísnagáta 2 (tilgátur ađ svari velkomnar í athugasemdum):

Garp í grundu neyđir,
geymast krakkar reiđir,
vel hann gjarnan veiđir,
vćtu framhjá leiđir.

Ćrslabelgir:

Oft í miđju martrađar,
myndir ljótar detta,
er upp úr grasi allstađar,
ćrslabelgir spretta.

Júní:

Góđ er tíđin, grćnkar hlíđ og gljúfrin víđa.
Júníblíđa, brumin prýđa,
blómin fríđu landiđ skrýđa.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

121 dagur til jóla

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband