Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ástandið mun lagast - er það ekki?

Enn mér finnst það undravert
hvað okkar getu hefur skert:
Heimskra manna hugarflug.
En upp mun rísa okkar þjóð
eymdin hverfa, kvikna glóð.
Eftir næsta áratug.

Ratleiksvísur

Reyndu að rata eftir þessum vísum, staðsetningin er í Reykjavík en hver vísa vísar í ákveðinn stað innan Reykjavíkur:

1:
Þar er víðsýnt þar er hæð
þar má Golla  finna.
Þar var Boga þynnkan skæð
þar sést kreppuvinna.
 
2:
Skjólshús kennt við skáld og prest
skammt frá heppinn stendur.
Um daginn sást í góðan gest
sem gekk um Tíbetslendur.

3:
Enn við kennd þar, er ein gata
við óðalsbónda Hvítárvalla.
Ýmsir í skýlum einum fata
aðrir sitja, plotta, bralla.
 
4:
Rétt við Braut er blómanæði
blómstraði þar Sigur Rós.
Stytta sést, sá samdi kvæði
og selja vildi norðurljós.


Silvíóhnoð

Paprika og pepparóni 
pizza og makkaróni
Síungur sextugur dóni
Silvíó Berlúskóni.


mbl.is Harðneitar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöku staka

Þessi var lengri - en er betri svona:

Ég er dauður, mjúkur, meyr
mig skal salta'og reykja
 - stoppa upp og steikja.

Ein limra:

Öskrandi illur og spólandi
ekur um blindfullur - gólandi
það er ei dáð
-dálítið ráð
drekktu þitt landasull - hjólandi.

... jarðfræðivísa:

Hraundrangur sem hruninn stóll
hlykkjast vegur.
Sprakk þar fram einn sprunguhóll
spekingslegur.

----

Svo gerði ég ratleiksvísur sem verða afhjúpaðar eftir að ratleikurinn er búinn og þá fáið þið að giska.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 52486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband