Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Guðni

Skeifur lemur, blessast bú
brýtur klípu, glæðir.
Reifur Guðni kyssir kú
kalda osta bræðir.

Vorið nálgast

Sólin blessuð svífur fjöllum ofar.
Eins og meyjan leggjalöng
ljósu skýin klofar.

Klakaböndin kreista úr sér safa.
Dropar niður detta ört
dansa létt og skrafa.

Sumarveðrið vekur jafnan kæti.
Lækjarkliður kallar hátt
kann sér varla læti.

Upp úr sandi urt af monti rifnar.
Feimin undir fjörustein
flóin brúna lifnar.

Sendlingstásur tælir græni sjórinn.
Björtum rómi, sykursætt
syngur fjörukórinn.

Sléttar fjaðrir sleikir þýður blærinn.
Spáir logni spekingur
spegilsléttur særinn.


Fyrsti apríl

Í tilefni dagsins ákvað ég að yrkja mjög langa rímu:

Þó að ríma þessi hangi
þurr sem kösuð beita.
Finnst mér víst að flestir gangi...
Fyrsta apríl.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband