Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2006

Ein mynd af Skagafjöllunum

Sól í austri svífur létt,
sćt hún fjöllin bađar.
Skagatinda skreytir rétt,
og skiniđ fram hún lađar.

Á sjó

Út á skak međ bogiđ bak,
bröltir flakiđ gamla.
Einn ég rak um öldulak,
á ćgisbraki svamla.

Heyskapur

Í dráttarkagga kúldrast ţegn
í kerrubragga heyin.
Eftir vagg og vođa regn,
vćttust baggagreyin.

Lofoten-fiskur

Ţađ lá beinast viđ eftir ađ hafa veitt, slćgt og flakađ veiđi helgarinnar ađ elda hana og ég vissi upp á hár hvađa uppskrift skildi verđa fyrir valinu - Lofoten ofnbakađur fiskur (uppskrift sem ég hannađi sjálfur, ţó sósan sé vissulega uppfinning einhvers annars. Sjúklega gott ađ mínu mati.

Hráefni:
Fiskur (ţorskur/ýsa - ađrar fisktegundir hljóta ađ virka líka).
Brokkolí (líklega fínt ađ hafa papriku, blađlauk, sveppi eđa eitthvađ slíkt eftir smekk).
Lofoten sósa (frá Toro).
Ostur.

Međlćti:
Kartöflur og salat (blandađ salat međ olíulögđum fetaost er kjöriđ).

Ef búiđ er ađ flaka og rođfletta fiskinn ţá tekur ţessi réttur um ţađ bil jafn langan tíma og kartöflurnar ađ sjóđa (25-30 mín).
Međan veriđ er ađ sjóđa kartöflurnar ţá er ofninn hitađur (180 gráđur) og sósan hituđ (uppskrift á pakka) og fiskurinn og brokkolíiđ skoriđ niđur.
Síđan er náđ í ofnfast mót og ţunnt lag af sósu sett á botninn, fiskur ofan á ţađ og brokkólí ofan á ţađ. Endurtekiđ ţar til efniđ klárast. Lag eftir lag ţar til fiskur, sósa og brokkólí er búiđ.
Ostur er síđan rifin niđur eđa skorinn og dreifđur efst á fiskinn.
Bakađ í ofni í um 20.
Á međan kartöflurnar sjóđa og fiskurinn er ađ bakast er góđ hugmynd ađ nota tímann til ađ gera salat, leggja á borđiđ og slíkt.

Voila - geđveikt góđur fiskréttur er tilbúinn.

Hafir náđ í hetjufisk,
-heilnćmt matarćđi.
Lófóten ég legg á disk,
ljúffengt guđafćđi.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband