Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Ein mynd af Skagafjöllunum

Sól í austri svífur létt,
sæt hún fjöllin baðar.
Skagatinda skreytir rétt,
og skinið fram hún laðar.

Á sjó

Út á skak með bogið bak,
bröltir flakið gamla.
Einn ég rak um öldulak,
á ægisbraki svamla.

Heyskapur

Í dráttarkagga kúldrast þegn
í kerrubragga heyin.
Eftir vagg og voða regn,
vættust baggagreyin.

Lofoten-fiskur

Það lá beinast við eftir að hafa veitt, slægt og flakað veiði helgarinnar að elda hana og ég vissi upp á hár hvaða uppskrift skildi verða fyrir valinu - Lofoten ofnbakaður fiskur (uppskrift sem ég hannaði sjálfur, þó sósan sé vissulega uppfinning einhvers annars. Sjúklega gott að mínu mati.

Hráefni:
Fiskur (þorskur/ýsa - aðrar fisktegundir hljóta að virka líka).
Brokkolí (líklega fínt að hafa papriku, blaðlauk, sveppi eða eitthvað slíkt eftir smekk).
Lofoten sósa (frá Toro).
Ostur.

Meðlæti:
Kartöflur og salat (blandað salat með olíulögðum fetaost er kjörið).

Ef búið er að flaka og roðfletta fiskinn þá tekur þessi réttur um það bil jafn langan tíma og kartöflurnar að sjóða (25-30 mín).
Meðan verið er að sjóða kartöflurnar þá er ofninn hitaður (180 gráður) og sósan hituð (uppskrift á pakka) og fiskurinn og brokkolíið skorið niður.
Síðan er náð í ofnfast mót og þunnt lag af sósu sett á botninn, fiskur ofan á það og brokkólí ofan á það. Endurtekið þar til efnið klárast. Lag eftir lag þar til fiskur, sósa og brokkólí er búið.
Ostur er síðan rifin niður eða skorinn og dreifður efst á fiskinn.
Bakað í ofni í um 20.
Á meðan kartöflurnar sjóða og fiskurinn er að bakast er góð hugmynd að nota tímann til að gera salat, leggja á borðið og slíkt.

Voila - geðveikt góður fiskréttur er tilbúinn.

Hafir náð í hetjufisk,
-heilnæmt mataræði.
Lófóten ég legg á disk,
ljúffengt guðafæði.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband