Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Gróður

Grímsey hún er gróðurvin
grænt er kjarnafróður
Lítill er þar ljóðurinn
laglegur er sjóður.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Laxavísa

Datt þetta í hug í dag - engin sérstök ástæða :)

Ef fagurbleikan fæ ég lax
finnst mér lífið æði.
En klósettskál að kvöldi dags
kastar rýrð á gæði.


Til presta

Prestar gapa, puð er nú
pukr með víf
Ennþá skemmir Ólafs trú
ykkar líf.

Vorvísa

Kuldinn hefur krafta spænt
-kom nú blessað vorið.
Allt er núna orðið grænt
Ásmundur og horið.

Ragnheiður langalangaamma

Á þessu ári eru 135 ár síðan ættmóðir Bæjarættarinnar fæddist, langalangaamma mín, hún Ragnheiður Halldórsdóttir frá Bæ á Selströnd. Maður hennar og langalangaafi minn var Guðmundur Guðmundsson og kynntust þau í Tungusveitinni við Steingrímsfjörð. En bjuggu síðan víða, meðal annars í Árneshreppi, Drangsnesi, Bæ á Selströnd (sem ættin er kennd við) og á Hólmavík. 

Ragnheiður var hagyrt eins og margir í Bæjarættinni og rakst ég á lítið ljóð eftir hana í Alþýðublaðinu frá 2. febrúar 1961 (sjá timarit.is).

Eg lít í lágan kofa
í ljúfri aftan ró.
Þar blundar bóndi lúinn
er björg að landi dró.

Þar kona er á kreiki
svo kvik á fæti og ung.
Hún ber inn vatn í bæinn
en býsna er fatan þung.

Og auga hvarfla um koddann
hins kæra og þreytta manns.
Já, mér ber ekki að mögla
því minni er hvíldin hans.

(Viðbót, þetta kvæði er mun lengra).

Veit einhver um vísur eftir Loft Bjarnason (1883-1956) frá Asparvík, er síðar bjó á Hólmavík?


Ein staka um frétt

Frá drengnum ber oft kæstan keim
og kröm í viskuskjóðu,
vinur loks því villtist heim.
- Verði þeim að góðu.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 52473

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband