Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Stökur

Nokkrar stökur

Janúar

Selströnd

Hávellurnar hávćrt tóna
hreifar sela veifa dátt
ćđarfuglar úti lóna,
iđka skarfar vćngjaslátt.
 
Febrúar
 
Júró-Gasa
 
Međan glimmerlag međ lit,
litaskjáin glćđir,
ţjóta kúlur, beitt er bit,
blóđ um Gasa flćđir.
 
Mars
 
Kalt og klént
 
Međan stillt er Ísland allt,
yndislegt og jafnvel nćs,
ţá er jafnan klént og kalt,
á Kjalarnesi ţar sem blćs.
 
Kompás skekkja
 
Hjá sumum vantar vit og ráđ,
vegleiđ öll mun blekkja.
Í ţeim leynist ósjálfráđ,
innri kompás skekkja

Jól og áramót 2023-24

Vćn er hátíđ vona'og sátta
vosbúđ stríđs nú endum.
Viđ á Gunnlaugsgötu 8
góđa kveđjur sendum.
 
Í árslok margt er upp á hár
um ţađ vil ég letra
nú má verđa nćsta ár
nítján prósent betra.

Heilrćđi

 

Ef heimur skvettir skít á ţig,
skaltu áburđ góma,
ţá mun aukast ţroskastig
og ţitt líf fyllast blóma


Ýmsar stökur síđustu mánađa

Apríl

Vor í lofti 
Hćgur ţeyrinn, ţćgur ber,
ţíđan angan foldar,
inn um glugga, indćll fer
ilmur gróđurmoldar.

Vor ég sé á vćnum sel
er vaggar upp og niđur,
fjöruilminn finn og skel
og fugla heyri kliđur.
 
Hrafnar snyrta hreiđrin sín
hafiđ slétt sem rjóminn.
Á sumardaginn fyrsta, fín
fögur spretta blómin.
 
Voriđ fór
Norđan kuldi, krapi snjór, 
klént en satt. 
Vetur kom og voriđ fór
vođa hratt.
 
Maí
Kuldalegt
Leikur allt í lyndi,
lóan komin er,
ýfist undan vindi,
ansi kalt er sker,
gula grasiđ kjagar,
gogginn kćlir hagl.
Heyiđ hrossiđ nagar,
hélađ dustar tagl.
 
Tenerife og vextir
Ráđamanna magnast auđur,
međan auka vextir böl
liggur frćndi leggjarauđur
laglegur međ iskalt öl.
 
Júní
Gangur lífsins
Gangur lífsins virđist vís,
vćngjuđ krían flýgur,
sólin enn í austri rís,
og í vestri hnígur,
kind af vana kroppar hrís,
kýr á tuggu mýgur,
fullt af gleđi, fólkiđ kýs,
fólk á ţing sem lýgur.
 
Strandafjöllin
Ský á himni gaspra grá,
um grćnan skóg og lyngiđ,
og Strandafjöllin fagurblá
sem fegra Húnaţingiđ.
 
Lómagnúpur
Tíminn áfram tifar djúpur,
taktviss hratt til framtíđar.
Ljósblár himinn, Lómagnúpur,
líđur vatniđ álftapar.
 
Sjálfsaginn
Sitthver ţykir sjálfsaginn,
sumars hlýju daga.
Rúgbrauđ, smjör og rauđmaginn,
renna niđr´í maga.
 
Augnahákarl kćstur
Sjaldan fćrđu fremra hrós,
fagri gróđur smćstur:
Yndislega Eyrarrós
augnahákarl kćstur.
 
Skjóliđ
Berji á ţér bleytan gröm
blessuđ skýin feli sól,
haldi flest á heljarţröm,
hertu ţig og finndu skjól.
 
Sumarhćkur
Syngur sumar hér.
Stekkur hóla stúlka fim,
stelkur hlustir sker.
 
Náttúran er ný.
Kindin jarmar, kallar lamb,
kinnar bítur mý.
 
Himinn glansar grár.
Suđa flugur, kalla kátt,
kitla nasahár.
 
Njóta eđa ţjóta
Stundum er stundin ađ njóta,
og stunda smá slökun og hrjóta,
en eftir ţann blund,
oft upp kemur stund,
ađ tímabćrt ţykir ađ ţjóta.
 
Prjónađ
Fram og aftur fingur hratt
fimlega nú brokka,
mamma prjónar peysu glatt,
prýđis húfu´og sokka.
 
Skagafjöllin
Sól í austri svífur rétt
sćt viđ hafiđ spegilslétt
Skagafjöllin skreytt og nett
skýin kyssa ofurlétt.
 
Júlí
Flyđrugrundir
Fer ég sundiđ, fögur stund
flyđrugrundir sveima.
Morgunstundin mýkir lund
margir blunda heima.
 
Gosmóđa
Eldgos ţykja engu lík
ćđa hraun um slóđa.
En rislág er nú Reykjavík
rökkurgrá er móđa.
 
Ţrungiđ spennu ţagnir rauf,
ţur í eldgos hlóđu,
fölgrá verđa fjöllin dauf,
falin bakviđ móđu.
 
Lundi
Eg sá lunda, áfram skunda
eins og pundiđ dregur
út um grundir Gríms ađ funda
glćstur, undarlegur.
 
Í Hólavallagarđi
Tćrt var spíratár á steini
tappinn fauk og eitthvert datt
og gömlu skáldin glöđ í leyni
gegnum okkur drukku hratt.

Ţorri og öl

Hákarl:
 
Hákarl kjaftinn kitlar mest,
kćst er saft á tungu.
Kemur aftur indćl pest,
eykur kraft í lungu.

 

Vegna umrćđu um lykt í fötum vegna hákarls: 

Fara sumir sćlu á mis
sitthvör er víst hvötin,
en eta skal hann innvortis
ekki gegnum fötin.

 

Kórćfing Drengjakórs Bara

Hvađ er nćstum betra'en bjór,
sem bćrist milli vara?
Dásamlegur drengjakór
ađ drekka öl á Bara.

 

Ţorrakrísa

Ţraukar lúin ţrastafrú
í ţorrakrísu.
En inni Búi baslar nú,
og býr til vísu.

 


Kári

Kári ljótur losar tak,
linast örstutt kraftur,
kúrir smá svo kreppir bak
og krumlu herđir aftur.

Jólakveđjan 2022

Jólakveđjan:
 
Hér er allt svo hátíđlegt
hrímhvít snjókorn falla.
Jólin fín í friđi og spekt
fanga gleđi alla. 
 
Tannviđgerđavísa: 

**** kćri kann allflest
nú kulnuđ bćrast tröllin,
er brosiđ skćrt frá Búdapest
birtu slćr á fjöllin.

Draumar og gróđi

Dáleiddur í draumi svíf,
dreymi'um strönd og bjórinn
og taka mynd á Teneríf,
af tásum fyrir kórinn.
 
Ef sćngin mín er mjúk og hlý
međan stormar blása,
ţá dreymi sćll um sól á ný
og sand á milli tása.
 
og limra um gróđa
 
Minkabú máttu víst rofna
og munađur laxeldis dofna,
en eflaust munt grćđa
og aurarnir flćđa,
ef viđ ströndina sjóböđ munt stofna.

Norđurljós og eilíft haust

Norđurljós

Vonir birtast, sárt en satt.
er Sólin lemur harđar,
og sameindirnar sullast hratt
um segulhvolfiđ Jarđar.
 
Eilíft haust

Sólin rís kinnrođalaust
rétt svo yfir sćnum.
Ţó ei bríni ţíđa raust
ţiđnar snjór í blćnum.

Áriđ skríđur endalaust,
eilíf virđist saga.
Haust og haust og haust og haust,
haust er alla daga.
 
Mannvonska
 
Útlendinga úthýsing
mun arfleifđ ráđherra.
Morkin verđur mannlýsing,
á mćtum óţverra.
 
Gamlir pungar
 
Barma sér og bölva, klúrir,
bláu ungarnir.
Grjótharđir nú gerast súrir,
gömlu pungarnir.

Stökur

Ţó ađ myrkriđ mćti skítt
og mögli frekt,
framundan er haustiđ hlýtt
og hryssingslegt.
 
Til Mömmu: 
 
Dagur birtist, bjartur, léttur
blítt er haust á skinni.
Eyjan fögur, Flóinn sléttur,
fagna Auju sinni.

Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband