Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Kertasníkir

Í nótt kemur Kertasníkir

 
Seinastur úr skugga skreið
skrattinn Kertasníkir.
Börnin verða lostin, leið
á ljósin naggur kíkir.
 
Í skammdeginu skín svo bjart
skíma kertaloga.
Sleikir út um, slef og nart
í slarki ljósin toga.
 
Úr myrkri birtist mögur hönd 
mætust ljósin koðna.
Sést í neglur, sorgarrönd
og sviðna putta loðna.
 
Augun tóm af tólgarfíkn
tennur vilja snerta.
Físnir kvelja, fær smá líkn
af feitum tólgi kerta
 
---

En núna vinsæll vappar hjá,
væn er jólatörnin.
Bestar gjafir gefur þá
gleðjast litlu börnin.

Mikilvæg V

Virðing

Með vinnusemi virðing gefst 
en vart með kjaftahnoði.
Eitt er víst hún aldrei sést
í alnets gylliboði.
 
Von
Mæðir ársins maraþon
á  mörusundi.
Nýja árið vekur von
um vinafundi.
 
Vinátta 
Vinafundur magnar mund
ég mæta ykkur vildi.
Því kær er stund og lifnar lund,
ljúf með hláturmildi.

Covid og Sörur

21. nóvember Sörur

Vantar ekki vörurnar,
um víðfeðmt internetið.
Svartamarkaðs sörurnar
sífellt get ég étið.
 
Sörubakstur svíkur ei
svitna vart við staupið.
Gliðnar veski, gleður mey,
geggjað tímakaupið
 

22 október Covid

Lymskufullt og ljótt er haust
leitt er þófið.
Enginn gengur grímulaust
gegnum Kófið.

Nú er ástand nokkuð svart,
næstum óvit.
Allir gera ætla margt,
eftir Covid.
 
 

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

251 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 252
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 248
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband