Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Um Blesa.

Ef ég ætti hest, þá myndi ég kalla hann Blesa. Hér eru tvær vísur um hann:

Hvass þú varst og hneggjandi,
á hröðum fótum þínum.
Núna ertu eggjandi,
oní potti mínum.

Forðum beist í fax mera,
fagur lékst með börnum.
Leiður mun ég laxera,
er leikur þú í görnum.

Um helvíti

Hérna eru nokkrar vísur um himnaríki og helvíti, ég trúi á hvorugt.

Á himnaríki hreint og gott
helgir vilja trúa.
Í helvíti er fjandi flott
frekar vil þar búa.

Ljóst er að það hlýtur að vera stanslaust grillstuð í helvíti, því er vonandi að nokkur syndug lömb komi reglulega niður til heljar, svo það verði nóg af kjöti til að grilla:

Fé sem bítur blómarönd,
úr bakgörðunum feitu
svamlar þá um syndalönd
og svífur á grillin heitu.

Erfiðara mun reynast að redda grænmeti til að hafa með kjötinu, helst eitthvað illgresi, þó það sé huglægt hvaða grös eru ill:

Lúpínan með ljúft sitt fas,
lend í hel víst gæti,
fúlar súrur, fíflagras,
fundið er meðlæti.

En Áfengi er böl, þannig að það verður nóg af bjór til að drekka, sem betur fer.

Sléttubönd

Sléttubönd má lesa afturábak og áfram, skemmtilegast ef það breytir eitthvað um merkingu, hér er tilraun.

Sjaldan drekkum, aldrei öl,
eða bruggið notum
Kaldan drykkinn bjórsins böl
belginn ekk'í potum.

Afturábak:
Potum ekk'í belginn böl,
bjórsins drykkinn kaldan.
Notum bruggið eða öl,
aldrei drekkum sjaldan.

Lítil vísa

Inn í bloggið læðist ljóð,
lítil roggin, klárust.S
em var hoggin hér af móð,
hljóð úr goggi bárust.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband