Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Fésbókarhækur nr. 1

Hérna er hæka,
hamingju rúmlega fyllt.
Líf er að læka.

Þrátefli, þræta,
þögnin er yfirleitt stillt.
Sæt er hún Sæta.

Taumlaust þó taggar,
telpan hinn hugdjarfa pilt.
Vefmyndin vaggar.

Kommentin kafna,
kynleg er röddin oft villt.
Dásemdir dafna.

Bubble Crush beiðni,
berst hratt um fésbækur tryllt.
Lævís er leiðni.

Hér voru hækur,
hugsunin gruggug og gyllt.
Fagna fésbækur.

Sveitin hlýnar

Sveitin hlýnar, grænkar gras
geislar sýn á fjörðum.
Á tindum skín á tófugras
og trampólín í görðum.

Bragarblekið og staka um draum

Úr penna bragarblekið rann,
blautt hjá rímnasmiði.
Fínt er því að fylla'á'hann
með fínum bragarmiði.

Þín er martröð þung sem dá
þú munt einskis sakna
því allt það verður af og frá
er þú loks munt vakna.


Minnið

Í huga mínum stutta stund
staldrar minningsbuna
þó ungur sé og létt mín lund
lengra elstu muna.

Limran

Limran er látlaus að ofan,
lína tvö betri stofan,
miðjan er fín,
svo mætir loks grín,
er kem ég í galtóman kofann.

Neysluhyggjan

Einhver mun sitt auka pund,
og eflaust sumir græða.
Já neysluhyggjan léttir lund,
en landið það mun blæða.

Kverkaskitan

Í morgun er ég upp við dogg
ofurhægt úr rúmi steig
hafði auman hásan gogg
í hálsi kverkaskitan seig.

Tvær stökur að vori

Kuldahrina hrets er frá,
helst nú linast takið,
upp úr sinu æða strá
enn er skinið vakið.

Kletta sólin kyssir enn,
kría'á róli gargar,
beinir njólar blómstra senn,
á blóðið góla vargar

 


Í bítið

Eldsnemma'í bítið er allskonar fólk,
sinn ávaxtasafa að dreypa,
og Cheerios karlarnir synda í mjólk,
sem sex ára risar fljótt gleypa.

Fimmti bjór

Yfirleitt er allt mitt þjór
aumt á tölvuletri:
En furðu vekur fimmti bjór
fjórði var ögn betri.

Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 52451

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband