Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

Þrösturinn

Kátur þröstur kom í brauð
kaldan veturinn.
Dritið brúnt, þann blauta auð,
bar á garðinn minn.

Syngur hátt um sól og regn
svífur himininn.
Hækkar róminn þessi þegn
ef þornar garðurinn.

Snigla, maðka, lirfur, lús
líkar þrösturinn.
Vaskur borðar, virkar fús
verndar garðinn minn.

Bjarta von nú innst ég el,
er upp rís gróðurinn,
að þröstur slétt með sláttuvél
slái garðinn sinn.


Vísa á dag (27. júlí)

Kominn í sumarfrí - þá er kannski rétt að mynda sér skoðun á veðrinu:

Regnið ælir, regnið skælir
regnið kælir skrokka.
Hitinn kæfir, hitinn slævir
hitinn þæfir sokka.


Limra um regnið

Regnið á rúðunni lemur
rismikila tónana semur
um hverflynda sól
sem í suddanum kól.
Sumar með haustinu kemur


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband