Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Til kríunnar

Ćđir suđur ungamergđ
undan haustsins vendi.
Kría glćsta, góđa ferđ
gćfan međ ţér lendi.

Árstíđir

Hylji tíminn haustsins spor
hefst ţá kaldur vetur.
Seinna birtist síkvikt vor
sumar bíđa getur

Um kunningja minn

[Nafn hér] ákaft sýpur saft
sem sullast međal tanna.
Ţannig fćr hann kynjakraft
til kynlífsathafnanna.

 


Mús

Sífellt haustar sölna tún
sést úr holu skríđa mús.
Um ljósgul blöđin lćđist hún
og laumast síđan inn í hús.

Bráđum kemur..

Bráđum kemur kreppan mikla
kjaftinn mun hún glenna upp
Allir vöđva ćtla'ađ hnykla
en ađallega rump og hupp.

Öllum gefst ţá auknar skuldir
einnig ţeir sem gá ađ sér.
Engir sjást ţá sjóđir duldir
svífur burtu aurager.
 


Garpar?

Á ţingi forđum mćttust menn á međal garpa.
En núna gelta, gjamma, karpa
glefsa, bíta, sprengjum varpa.


Úr lćknum (veiđiferđ).

Viđ Hróarslćk er sífellt sumar
og sól á heiđi.
Oní potti etum humar
en engin veiđi.

Í bústađnum er feikna forđi
og fullur diskur.
Ćti mikiđ er á borđi
en enginn fiskur.

Hróarslćkur hringast niđur
hryllilegur.
Eilífur samt er hér friđur
og afli tregur.

Í vatnsfalliđ á völlum frćknum
úr vör má losa.
En viđ fáum upp úr lćknum
ađeins mosa.


Kuldakeimur

Sćkir vetur sífellt heim
í sveit og borg.
Ber hann međ sér kuldakeim
um klett og torg.


Veimiltíta

Sjá frétt á ruv.is um Veimiltítu í Hornafirđi

Lćgđirnar í land oft snýta
lítil grey međ ýmis nöfn.
Vaskleg lítil veimiltíta  
vappar núna út viđ Höfn.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband