Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Tóbakslaus í viku

Horfin vika, hristist grein
hrollur prikið skríður
tárvott nikótínið skein
tómleg blikan svíður.

Stjórnlagaþing #2929

Breyta skulum skyldurnar
skráningum og fleira.
Hlynntur er því, hér og þar
hingað til og meira!


Nikótínþörfin

Úti gengur áþján mín
upp skal hengja'á snaga.
Nú þig flengi nikótín
nú skal lengja daga.

Tvær limrur ótengdar.

Hér eru tvær limrur sem styðjast ekki við raunverulega atburði - þó það gæti litið þannig út.

Þorgeir minn borðaðu þinn mat
og þá mun ég gleypa hratt minn mat
Friðgeir og Mamma
maula nú kjamma
en mun frekar viljum við innmat.

---

Ætíð mér eykst nokkuð vissa
en oft verð ég töluvert hissa
eftir flösku af kók
að finn ég í brók
að fljótlega verð ég að pissa


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband