Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Ljóđagerđ

Ljóđagerđ er listugt fag
ljótt er ţađ.
Ekkert mun ég yrkja í dag
eđa hvađ?

Jóla köks

Búinn ađ baka eftirfarandi:

Karamellu- og kókostoppa
kjarna hafradrauma
Loftkökur og lakkrístoppa
ljósbrúna randastrauma.

 Tounge

Éljagangur

Um sćinn dökkgrátt siglir ţel
svalur rökkurs valdur.
Úr dimmum bökkum bláhvít él
blístrar nökkvinn kaldur.

Á flćđiskeri

Svart er skeriđ, sjónum ofar svífa máfar.
Fellur ađ og freyđir úđi
fjöruţang er blautur púđi.

Sjórinn gutlar, svefn er rofinn, salt í munni.
Reisir bakiđ skrokkur skćldur
skerjagestur illa ţvćldur.

Fćtur blotna, flćđiskeriđ fer ađ hverfa.
Hávćrt öskrar hrađfleyg ţerna:
"Hvađ ert ţú ađ gera hérna?"

Gloppótt minni, glćrt og tómt sem gráa djúpiđ.
"Upp fórst skeriđ ćđi kaldur"
ansađi í fjarska tjaldur.

Spurning vaknar, sem ég vil ţó vart um hugsa:
"Til hvers lífsins dreggjar dreypi
er dómur minn ađ sjór mig gleypi?"

Yfir skeriđ skella bárur, skrokkur titrar.
Hátt mót vindi kría kallar:
"Krí nú skolast bjargir allar"

Dílaskarfur skeri framhjá skríđur öldu.
Kallar: "vinur komdu fljótur
köfum saman - gamli ţrjótur".

Nú syndir hjá hin sćmilega síldartorfa
Sćlt er líf og fengsćll flóinn.
Ég flaksa vćngjum - stekk í sjóinn.

Einn í bíl

Falskt og nokkuđ frjálslega á fullu raula.
Viđ hliđ mér nokkrir bílar baula
og biđja ađ ég hćtti'ađ gaula.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband