Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Staka um brennivín

Logi kviknar, líđan mín,
ljúf svo bliknar tregi.
Egils ţykkni appelsín
í ţví stiknar brennivín.

Ein staka um sumriđ

Sumarveđriđ sćkir ađ,
sveitt og grátt í skapi,
tíđin veit ei stund né stađ,
sturlast líkt og api.

Fagurgali

Minkurinn međ morkna sál,
svo myrk sem sótiđ.
Vildi fara út í ál,
- yfir fljótiđ.

Keikur hindrar för um fljót
ferjumađur.
Mćrir sig og mćlir bót
- minkur glađur.

Flaut ţar skjall um ferjugarp
sem ferjađ gćti.
Handan fljótsins fuglavarp
- fullt af ćti.

Sagđist vera seigur ţjónn
svanur tjarna.
Lygin er sem ljúfur tónn
- lóubarna.

Skella myndu skoltar beitt
skrímslin farga.
Gráa máva getur deytt
- grimma varga.

Menn sem hafa minkum treyst
ţađ munu trega.
Loforđsgleđin getur breyst
- geigvćnlega

Yfir fljótiđ för var greiđ
međ ferjuhrói.
Glott um beittan skoltinn skreiđ
- skelfur krógi.

Ferjan yfir fljótiđ hrökk
fagnar stoltur.
Í land međ grćđgisglampa stökk
- glefsar skoltur.

Lođiđ skottiđ skaust ţá hratt
um skuggasali.
Fljótlega í fariđ datt
- fagurgali.

Sumarsólstöđur


Sól ađ vetri hneygir háls
hundfúl og međ klýgju.
Á sumrin er hún fersk og frjáls
og fćr sér stutta kríu.

Seigur karl


Vösk ţar ţótti vendingin,
viđhaldiđ var breima,
í loftköstum var lendingin
nú ljómar Frúin heima.
mbl.is Lenti í íslenskum hálendisrudda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veđriđ

Veđriđ er ađ venju tvískipt á landinu:

Dropar falla dansa létt,
depurđ mallar syđra.
Sólin skjallar klif og klett
og kyssir hjalla nyrđra.

Skuldarar

Ţrjúhundruđ milljarđa loforđin létt
láku og runnu í sjóinn.
Í skuggganum nefndirnar skemmta sér nett
uns skuldara minning er gróin.

Sólstrendingur

Lýsisborinn, liggur hann í löđri sínu.
Eyđir hann ţar evrukrónu
aumt er flagn á nefsins trjónu.

Sólarströnd

Hvítt er skeggiđ, hlýr er vindur, hvítur sandur.
Skemmist lifur, skjálfa hendur
skorpnar leđurhúđ í rendur.

Djúpt

Ađ svara góđri vísu valdi
úr volgri leirsins súpu.
Svo var ort međ innihaldi
afskaplega djúpu.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

6 dagar til jóla

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 44826

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband