Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

2011-2012

Megi gróa mæðusár
og minning sæl fram spretta.
Nú má verða næsta ár
nánast eins og þetta.

Kertasníkir

Bráðum kemur Kertasníkir
með klakabrynju í húfu.
Skó í glugga á glámur kíkir
og gjafir færir þeim ljúfu.

Skyrgámur

Skyrgámur næst skálmaði
skafla hungurmorða.
Um dimma flóa fálmaði
fír og vildi borða.

Sterkbyggður og stór hann óð
og stökk hratt þúfna milli.
Vaskur rann í vígamóð
vildi magafylli.

Í skímu nætur skreið hann inn
í skuggalegan bæinn.
Slunginn beið með slef á kinn
þá slær og gaular maginn.

Biðlítill við búrið hékk
það beygir hungrið sára.
Upp að tunnum æstur gekk
óhrært skyr sást klára.

En núna trítlar tískuhró
sem treður sig í kjólinn.
Hann kallar bara hó hó hó
og hristir búk um jólin.


Sjá fleiri Jólasveinavísur


Undrahundur

Lög ei grunda, grey í Eyjum
því glundrast blundur meira.
Þar ergjast lundar enn í peyjum
og undrahundar keyra.
mbl.is Hundur ók á bíl í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skíma sólar

Skíman er skrítin og dauf
skelfing er lítill kraftur.
Fölgul og fjörlítil rauf
fljótlega leggur sig aftur.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 52486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband