Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Andar köldu

Andar köldu'um flóa'og fjörð
freyða öldusmérin.
Bylgjuskjöldur brýtur svörð
nú busla földu skerin.

Fýkur mjöll

Fýkur mjöll um freðna jörð,
fyllir völl og dali.
Niður fjöllin fannahjörð,
flytur spjöll um sali.

Kertasníkir

Hangiketið höfgar bæ
hérna gleði ríkir.
Trítlar úti'og treður snæ
Tólgar-Kertasníkir.

Bjúgnakrækir

Af fjalli birtist blásvört mynd
Bjúgnakrækir ljótur.
Fljótur niður freratind
fældist þessi þrjótur.

Iðragaulið innra brann
ekkert var þá nartað.
Ilm af krás á raftur rann
í reyknum ei var kvartað.

Karlinn þessi kunni list
að klifra upp í rjáfur.
Iðrafylli upp við kvist
uppskar bjúgnaháfur.

Af bjálkanum var bjúgnagnótt
bragðgóð mettuð fita.
Fengsæl var og niðdimm nótt
er nældi'hann sér í  bita.

En núna er hann algjört spé
og engum sýnir hroka.
Gengur kringum grenitré
og gefur nammipoka.

 


Sjá fleiri Jólasveinavísur

 

 


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband