Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2007

Bleikur himinn

Himinn bađar bleikum ţey
og birtir sína meiningu.
Skapari ég skil ţig ei,
skelltu' ţér í litgreiningu.

Einföld lausn á litadýrđ
ljóst ég hygg ţađ svona:
Skruggan hún er skeggi rýrđ,
skaparinn er kona!

Ein vísa

Vagg um grýtta vegi níđs
veldur hvergi leiđa.
Grafa myndi gleđi lýđs
gatan ofurbreiđa.

Nokkrar vísur

Yfir valdi vits og róms
vísan faldar grímu.
Innihaldiđ er til dóms
ef ţú tjaldar rímu.

Formiđ greip til fastataksins,
og flutti kvćđi.
Líkt og tindar bárubaksins
brotna gćđi.

Stórt víst ţykir ţetta bú,
ţó hann lítiđ kjósi.
Hann á snekkju, hest og kú
en hírist enn í fjósi.

Frostiđ bítur föla kinn,
fingurtítur dofna
í vođa flýti vafra inn
og varma hlýt viđ ofna

Ţađ hafa liđiđ ár og öld,
enn ţó les ég kvćđi,
lauk ţeim flestum ljúft í kvöld,
og ligg ég ţví í nćđi.

Ţegar vinnan ţig vill buga
ţú ţrćlar til ađ efla sjóđ,
er gott ađ láta ljóđ í huga,
lífga uppá dagsins slóđ.

Kuldaljóđ.

Ef kaldir vindar blása birtist blautur dropi
seytlar hann úr augnaopi
eins og lítill hrognastropi.

Nú er úti napurt mjög og nístir Kári,
brytja má úr blautu hári,
bíta kinnar frost í tári. 

Eyđublađ 9

Kerfiđ er erfitt, en stundum neyđist mađur til ađ klífa ţann tind.

Leiđin hún er ljót og erfiđ,
löngum heftir pappír för,
en strimla vill víst stimpla kerfiđ
stundum međ ţví bćtast kjör.

Kvöldvísur

Synir mínir eiga ţađ til ađ vilja ekki fara ađ sofa á skynsamlegum tíma, ég bjó til vísu međ ađstođ frá unnustu minni og breyttum viđ vísunni síđan ađeins.

útgáfa 1:

Ţegar kvöldar víst ei vil
verma köldu bćlin
ţó viđ höldum hátta til
heyrast nöldurvćlin

útgáfa 2:

Nú í höldum háttafley
heyrast nöldurvćlin
vart nú kvöldar viljum ei
verma köldu bćlin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

6 dagar til jóla

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 44826

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband