Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Bleikur himinn

Himinn baðar bleikum þey
og birtir sína meiningu.
Skapari ég skil þig ei,
skelltu' þér í litgreiningu.

Einföld lausn á litadýrð
ljóst ég hygg það svona:
Skruggan hún er skeggi rýrð,
skaparinn er kona!

Ein vísa

Vagg um grýtta vegi níðs
veldur hvergi leiða.
Grafa myndi gleði lýðs
gatan ofurbreiða.

Nokkrar vísur

Yfir valdi vits og róms
vísan faldar grímu.
Innihaldið er til dóms
ef þú tjaldar rímu.

Formið greip til fastataksins,
og flutti kvæði.
Líkt og tindar bárubaksins
brotna gæði.

Stórt víst þykir þetta bú,
þó hann lítið kjósi.
Hann á snekkju, hest og kú
en hírist enn í fjósi.

Frostið bítur föla kinn,
fingurtítur dofna
í voða flýti vafra inn
og varma hlýt við ofna

Það hafa liðið ár og öld,
enn þó les ég kvæði,
lauk þeim flestum ljúft í kvöld,
og ligg ég því í næði.

Þegar vinnan þig vill buga
þú þrælar til að efla sjóð,
er gott að láta ljóð í huga,
lífga uppá dagsins slóð.

Kuldaljóð.

Ef kaldir vindar blása birtist blautur dropi
seytlar hann úr augnaopi
eins og lítill hrognastropi.

Nú er úti napurt mjög og nístir Kári,
brytja má úr blautu hári,
bíta kinnar frost í tári. 

Eyðublað 9

Kerfið er erfitt, en stundum neyðist maður til að klífa þann tind.

Leiðin hún er ljót og erfið,
löngum heftir pappír för,
en strimla vill víst stimpla kerfið
stundum með því bætast kjör.

Kvöldvísur

Synir mínir eiga það til að vilja ekki fara að sofa á skynsamlegum tíma, ég bjó til vísu með aðstoð frá unnustu minni og breyttum við vísunni síðan aðeins.

útgáfa 1:

Þegar kvöldar víst ei vil
verma köldu bælin
þó við höldum hátta til
heyrast nöldurvælin

útgáfa 2:

Nú í höldum háttafley
heyrast nöldurvælin
vart nú kvöldar viljum ei
verma köldu bælin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 52482

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband