Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Gluggagægir

Kom af fjalli, furðusveinn
fjarri breiðum vegi.
Þar rölti Gluggagægir einn
geðslegur var eigi.

Dökkar götur, drögin vot
dröslaðist um svartur.
Fann þá jafnan skúmaskot
ef skein of máninn bjartur.

Liðugur að ljósi rann
líkt og húsafluga.
Á kotum, glugga glæra fann
grályndur í huga.

Handtökin þar hafði skjót
í hirslum daufra glópa.
Gersemar og glæsidót
um greipar lét hann sópa.

-

En núna bankar blítt á gler
bjartur er án skugga.
Vænn hann lætur vita'af sér
veifar inn um glugga.


Sjá fleiri Jólasveinavísur


Klifað

Klifað (með smá svindli)

Læra talsvert þurfa þý
þingmennirnir æ og sí
síðan frama nokkrum ná
nái þeir að ljúga, já.

 

Jánka flest og þurrka þjó
þjónar auðs og lífsins gró
gróðinn eykur magamál
málma dýrka, tóm er sál.


Fjaðradýnur

Með metta vömb og veskið þykka,
vilja eitthvað mýkra.
Af fátækum þeir fiðrið pikka
í fjaðradýnur ríkra.

Tíðindi

Eftir atburði dagsins fannst mér þetta vera málið:

Tíðindi ég trega flest,
tómum augum góni.
Ryk á dökkan dropa sest
dimmt er yfir Fróni.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband