Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Gátur

Örfáar stökur

Nokkrar stökur sem hafa safnast saman undanfarna mánuđi: 

Ţorri:

Ţó ađ kaldur Ţorri sé
ţiđna ég á blótum.
Súrar klaufir, sviđin hné
sinar ét af fótum.

Ţegar sé ég ţorrafat
ţá verđ ég mjög ćstur.
Giniđ opna, gleypi mat
góđur er hann kćstur.
 
Hertur, reyktur, saltur, súr
sviđinn mat ég kyngi.
Fer í Ţorra ketókúr
kátur ţó ég spryngi.

Hálf sléttubönd:

Kraftur brestur latur les
línur ţessar aftur.
Aftur ţessar línur les
latur brestur kraftur.

Vísnagáta 1 (tilgáta ađ svari velkomnar í athugasemdum):

Veldur ísköld vetrarnótt,
vír úr teini grönnum,
lćsir hurđum hart og mjótt,
hörđ er böl í tönnum.

Lífskjarasamningur

Loksins komu kjarabćtur
krydd er nú á fiski.
En hótelstjórinn hávćrt grćtur 
í humarinn á diski. 

Vísnagáta 2 (tilgátur ađ svari velkomnar í athugasemdum):

Garp í grundu neyđir,
geymast krakkar reiđir,
vel hann gjarnan veiđir,
vćtu framhjá leiđir.

Ćrslabelgir:

Oft í miđju martrađar,
myndir ljótar detta,
er upp úr grasi allstađar,
ćrslabelgir spretta.

Júní:

Góđ er tíđin, grćnkar hlíđ og gljúfrin víđa.
Júníblíđa, brumin prýđa,
blómin fríđu landiđ skrýđa.


Vísnagáta

Ég gerđi obbulitla vísnagátu í síđustu viku ef einhver vill spreyta sig:

Úr vođa bjargar, veitir griđ.
Vaggar alda, fjöru viđ.
Flýtur yfir sođin sviđ.
Á sundi bráđu hlaut sinn friđ.


Vísnagáta

Hvorugkynsorđ 
 
Fimmta lýsing Fróni á.
Finna má í landi.
Ýmsir ţarna afla spá.
Er á löngum brandi.

Vísnagáta

Vísnagáta, karlkyns nafnorđ

Tvöfalt flagnar gćran glćst.
Glćra, en undir svell í leyni.
Segir eitt og annađ nćst.
Yfirborđin, ţunn á meini.


Vísnagáta:

Upp á dćmin ýmis sannast.
Oft á skyggja prestar.
Lárétt viđ ţćr línur hrannast.
Lćkna gjarnan pestar.


Gáta

Vísnagáta, sagnorđ - mismunandi merking.

Verkar áfram brennda baun.
Blađrar meir en fréttir.
Sviklaus fengust sigurlaun....
Sćkir í, hann Grettir.

 


Vísnagáta

Ég orti stöku um daginn. Ţegar hún er slitin úr samhengi, ţá minnir hún á vísnagátu. Nokkuđ auđveld:

Veltir knerri, vekur hríđ
veldur ţerri snjöllum.
Eins og hnerri oft á tíđ
og íviđ verri'á fjöllum.

Ratleiksvísur

Reyndu ađ rata eftir ţessum vísum, stađsetningin er í Reykjavík en hver vísa vísar í ákveđinn stađ innan Reykjavíkur:

1:
Ţar er víđsýnt ţar er hćđ
ţar má Golla  finna.
Ţar var Boga ţynnkan skćđ
ţar sést kreppuvinna.
 
2:
Skjólshús kennt viđ skáld og prest
skammt frá heppinn stendur.
Um daginn sást í góđan gest
sem gekk um Tíbetslendur.

3:
Enn viđ kennd ţar, er ein gata
viđ óđalsbónda Hvítárvalla.
Ýmsir í skýlum einum fata
ađrir sitja, plotta, bralla.
 
4:
Rétt viđ Braut er blómanćđi
blómstrađi ţar Sigur Rós.
Stytta sést, sá samdi kvćđi
og selja vildi norđurljós.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband