Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Limrur

Syngur og hoppar

Ort haust 2014
 
Sólskríkjan hljóđlega syngur
ţví sumars er lokađur hringur
og bráđlega kroppar
í korniđ og hoppar
fimlega'í fönn snjótittlingur.

Brestakort

Ég sá á internetinu brestakort fyrir Ţingvallavatn - sjá hér https://orkustofnun.is/gogn/Teikningasafn/85.04.0589.pdf

Ţetta er alveg upplagt orđ til ađ búa til limru úr:

Ég ţekki vel hugtakiđ hestasport,
og hef núna kynnt mér eitt brestakort,
en aldrei í riti
(altsvo af viti)
pistill mun birtast um prestaskort.


Rjúpur viđ Hvolsvöll

Viđ fjall eitt ţar finnast ei lćnur,
fljót eđa lćkir né sprćnur

en um runnana smjúga
og af rćlni ţar fljúga
rjúpur, nú eđa ţá hćnur.


Limra um regniđ

Regniđ á rúđunni lemur
rismikila tónana semur
um hverflynda sól
sem í suddanum kól.
Sumar međ haustinu kemur


Móđir Theresa

Kredit ţó minnki á korti
og kjararáđ dragi úr skorti
eins og Theresa forđum
er ei forsetinn í orđum
međ taumlausu grobbi og gorti.


Tortólsk limra

Frá Tortóla berst núna brćkja
baneitruđ, fnykur og stćkja
og úr skattaskjóli
skríđur nú drjóli
Sigmundur hrćgammahćkja.

Trump

Ţó smjúgi oft rćpa um rump
og rjúki upp fnykur og prump
ţađ allvel má ţola
en úr eyrum ég skola
ef orđin ég heyri frá Trump.


Limru ákall

Ég heyri oft undarlaegt ákall
og ćtla ađ hljómi ţar bláfjall
en karlinn skal gá
oft kallar mig á
úr hjallinum, lykkja af hákall.


Limra

Áđur fyrr eitriđ menn sugu
ortu og limrur út smugu
en í neftóbaks tremma
tapađist stemma
og stuđlar í fjarska burt flugu.


Limrulíki

Áđur en yfir allt lýkur
oftast ţá minniđ ţađ svíkur
samt molnar allt hrím
ef manstu ţitt rím
og mćtir ţér blessađa voriđ.


Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband