Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Limrur

Limra um regnið

Regnið á rúðunni lemur
rismikila tónana semur
um hverflynda sól
sem í suddanum kól.
Sumar með haustinu kemur


Móðir Theresa

Kredit þó minnki á korti
og kjararáð dragi úr skorti
eins og Theresa forðum
er ei forsetinn í orðum
með taumlausu grobbi og gorti.


Tortólsk limra

Frá Tortóla berst núna brækja
baneitruð, fnykur og stækja
og úr skattaskjóli
skríður nú drjóli
Sigmundur hrægammahækja.

Trump

Þó smjúgi oft ræpa um rump
og rjúki upp fnykur og prump
það allvel má þola
en úr eyrum ég skola
ef orðin ég heyri frá Trump.


Limru ákall

Ég heyri oft undarlaegt ákall
og ætla að hljómi þar bláfjall
en karlinn skal gá
oft kallar mig á
úr hjallinum, lykkja af hákall.


Limra

Áður fyrr eitrið menn sugu
ortu og limrur út smugu
en í neftóbaks tremma
tapaðist stemma
og stuðlar í fjarska burt flugu.


Limrulíki

Áður en yfir allt lýkur
oftast þá minnið það svíkur
samt molnar allt hrím
ef manstu þitt rím
og mætir þér blessaða vorið.


Af gömmum

Nú opna menn auðkennishlið
og ætla að strjúka sinn kvið 
en hýenur glotta
hlægja og spotta
því gammarnir vorum víst við

Líkur á skúrum

Það finnast oft bökur í búrum
og brækurnar hanga á snúrum.
og ef þú átt bíl
og annast af stíl
þá aukast víst líkur á skúrum.

Skattabreytingar

Flatskjái - sem betur fer,
fáum við - sem vera ber,
þar kokka á glápum,
en í kæliskápum
verður tómlegt og tæplega smér.


Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband