Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Seinagangur

Vinnustund er heilög hér
hátt rís dagur langur.
Sífellt mér til ama er
allur seinagangur.

Skuldafjall

Lántökur og bréfabrall
bregst oft - já því miður.
Samt skríða margir skuldafjall
og skella flatir niður.

Daggardropar

Skýin mynda daggardropa
og dýrðarbogann sæta.
Í flísjakka og feitum lopa
þú fús munt kulda mæta.

Gróðurskúrir

Ljósgrá skýin læðast rótt,
lævís þyngist róður.
Brátt mun regnið hægt og hljótt,
hreyfa allan gróður.

Alvarlegt

Hálsinn ófær risjótt rífur
rímnavegi.
Yfir vötnum andinn svífur
-alvarlegi.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband