Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2006

Vorstemning

Ilmur vorsins, hvarfið horsins
haf sem rjómi.
Kraftur þorsins, spóa sporsins,
sprettur blómi.

Ommuletta

Í Ommulettuna notaði ég:
5 egg
smávegis mjólk
tvær brauðsneiðar
smjör
hálfur laukur,
nokkrir sveppir,
1/3 blaðlaukstilkur
og 1 sellerístilkur.

Steikti laukinn, sveppina, blaðlaukinn og sellerí á pönnu upp úr smjöri.
Reif brauðið niður í 3*3 sentimetra bita og dreifði yfir grænmetið á pönnunni.
Handhrærði eggin og bætti smá mjólk út í til að þynna.
Dreifði því yfir grænmetið og brauðið og steikti báðum megin.

Þess ber að geta að í staðin fyrir grænmetið sem er minnst á hér að ofan, má nota annars konar grænmeti eða jafnvel kjöt eins og skinku, hangikjöt, pepperóni eða beikon sem dæmi.

Ommulettan er mjög góð
elduð, steikt og mölluð.
Prýðileg á pönnuglóð
passlega þá brölluð.

Heit brauðterta

Mamma kenndi mér að gera heita brauðtertu um daginn, nú er að sjá hvort ég muni hvernig ég gerði hana og mamma.

Hráefni: Miðast við stórt eldfast mót.
Brauð
Majónes (stór dolla)
Sýrður rjómi (hálf dolla)
Skinka (eitt stórt bréf, skorið niður)
Niðursoðinn aspas (ein dós)
Niðursoðið ananaskurl eða sveppir fyrir þá sem borða ekki ananas (ein stór dós eða tvær litlar)
Ostur

Meðhöndlun:
Mælt er með að brauðtertan sé búinn til nokkuð áður en hún er hituð til að brauðið nái að blotna.

Sullið:
Majónes, sýrður rjómi, niðurskorin skinka, bleytulaus aspasinn og ananaskurlið blandað og hrært saman.
Smávegis af ananassafanum sett út í til að sullið verði nógu blautt.
Brauðið rifið niður og sett á botninn á eldföstu móti.
Eitt lag af sulli smurt ofan á brauðið, brauð ofan á það, sull þar ofaná og svo koll af kolli þar til sullið er búið, endað á sullinu.
Ostur sneiddur og settur efst til að þekja.

Ofninn er síðan forhitaður upp í 180 gráður ef ég man rétt og svona hálftíma áður en á að fara að borða brauðtertuna þá er hún sett inn.
Hituð þar til ostur er orðinn brúnn.

Brauðtertan er bragðgóð mjög
bestur kokkur vertu.
Brauð og sullið set í lög
sjóðheit borðið tertu.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband