Leita í fréttum mbl.is

Ratleiksvísur

Reyndu að rata eftir þessum vísum, staðsetningin er í Reykjavík en hver vísa vísar í ákveðinn stað innan Reykjavíkur:

1:
Þar er víðsýnt þar er hæð
þar má Golla  finna.
Þar var Boga þynnkan skæð
þar sést kreppuvinna.
 
2:
Skjólshús kennt við skáld og prest
skammt frá heppinn stendur.
Um daginn sást í góðan gest
sem gekk um Tíbetslendur.

3:
Enn við kennd þar, er ein gata
við óðalsbónda Hvítárvalla.
Ýmsir í skýlum einum fata
aðrir sitja, plotta, bralla.
 
4:
Rétt við Braut er blómanæði
blómstraði þar Sigur Rós.
Stytta sést, sá samdi kvæði
og selja vildi norðurljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Rati ég ekki í ógöngur þá vísa vísurnar mér fyrst að Arnarhóli, síðan upp Skólavörðuholtið hátt, þaðan um Barónsstíg og að lokum að hinu mikla Klambratúni.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.6.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Klikkar ekki :)

Arnarhóll - Hallgrímskirkja - Sundhöllin - Klambratún.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.6.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Offari

Ég rata aldrei í Reykjavík.

Offari, 16.6.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband