Leita í fréttum mbl.is

Stöku staka

Forsetinn:
Ekki er gatan alltaf breið

ýmsar hættur leynast,
en forsetinn hann fer þá leið
sem farsælust mun reynast.

Tengdamamma sjötug:
Að rótum hlúir, reitir arfa,
ræktar beð í erg og gríð.
Tengdamóðir mín mun starfa
meðal blóma alla tíð.

Sléttubönd:
Sjaldan yrki, vondar vísur
velta útúr kjafti.
Aldan gutlar, hávært hnísur
hlægja, skeljar lapti.

Brúðkaupsvísa:
Að ykkur núna allir dást,
það okkar gleði sannar.
Sífellt ræktið sanna ást,
Sigga Rún og Fannar.

Pottavísa:
Sólin glóir, geislar ljá
glit við sjó og potta.
Fegnir þangað fara þá,
ferðamenn til þvotta.

Sumarkuldavísa:
Norðanvindar naprir streyma,
nötrar allur Flóinn.
Víst er gott að vera heima,
þá vælir kaldur spóinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband