Leita í fréttum mbl.is

Ketkrókur

Í nótt kemur ketkrókur

Dökkt var klæðið, dökk var lund,
dökkur birtist klókur.
Með boginn staut um stein og grund
stiklaði Ketkrókur.

Sagt var um þann ónytjung,
að ýfði hungurs tregi,
í ketið óx oft þráin þung,
á Þorláksmessudegi.

Hörku gómsætt hangiket,
hafði sérhver kompa.
Fólið stautinn langa lét
líða niður strompa.

Þjófóttur með gruggugt geð
gerði illt með poti.
Drungalegt sem dánarbeð
varð dagurinn í koti.


---

En núna sveiflar sínum krók
syngur lagleg kvæði.
Þægilegur þambar kók
þykir snilld og æði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og nú vinnur ruv hörðum höndum að því að gera Kjetkrók að grænmetisætu. Takist það er spurning hvaða nafni hann mun gamga undir fyrir  næstu jól.

Gunnar Heiðarsson, 23.12.2019 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 52497

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband