Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Sjálfslýsing

 

Ţórđargleđi ofar er,
aldrei fettar granir.
Stređi unnir, sjaldan sér,
súrar ofskynjanir.


Sumaraukinn

Sumaraukinn kitlar klett,
krumminn baukar hrjóđur,
hrossagaukur leikur létt,
ljósgrćnn ţraukar gróđur.

Breytt: Ţessi staka hefur breyst eftir ađ mér var bent á hvađ orđiđ hrjóđur er undarlegt orđ og eftir ađ ljóst var hvađ ţessi vísa var stutt frá ţví ađ vera sléttubönd. Gleymiđ ţví ţessari ađ ofan og muniđ ţessa frekar :)

Sumaraukar kitla klett,
krumminn baukar hljóđur,
hrossagaukar leika létt,
ljósgrćnn ţraukar gróđur.


Nátthildur Dimmalimm

Nötrar maliđ Nátthildar,
nú á öđrum slóđum,
ofan á kjöltu eilífđar,
upp ađ hlýjum glóđum.

2019-04-18 16.05.17


Sjóbađsríma 2019

Sjórinn heillar, sćbúar,
syndum nú til lífsbótar.
Ertu kannski alveg snar?
Ískaldur er janúar!

Víđa hljómar vantrúar
vćla nokkrir ţorpssbúar.
Frystir ćđar febrúar,
finnast margir agnúar.

Föst í hlekkjum hugarfars
hríđarbyljar veđurfars,
oftast ţykir magur mars
máttur lítill heilsufars.

Apríl kemur hverfur hor
kallar bráđum fagurt vor
greikka okkar gćfuspor
glćđur lifna, vaknar ţor.

Sjórinn hlýnar sí og ć
sćlan eykst og vakna frć
finnum aftur blíđan blć
bráđnar klaki, dafnar maí.

Júnídagar dásemd ein
dáldiđ minna skelfur bein,
norđanáttin, nöpur, hrein
nú mun ekki kćla svein.

Sólin hitar sjóinn ţinn
svífur yfir tjaldurinn
Júlí kyssir kroppinn minn
kitlar tásur makríllinn.

Seinna kemur sjávarrok
salt og marflćr oní kok,
marglyttur međ stungu og strok
stuđa ţig í ágústlok.

Í september viđ fljótum fín
fjúka bráđum trampólín,
hristist kroppur, hitinn dvín
heimta kaldir brennivín.

Í október er óđur sjór,
öldur lemja bak og stjór,
Gruggast flóinn, glitrar snjór,
guten abend, drekkum bjór

Enn í sjónum böđumst ber,
bölvum soldiđ, ţar og hér,
kóngur týnist, klakinn mer,
kaldur ţykir nóvember

Desember međ drjúgan kviđ
drulluköld viđ örkum miđ.
Í jökulkulda og jógafriđ
Jólastjörnu myndum viđ.


Krumlur Kára

Hrikalegar krumlur Kára
klóra skegg á ţaki.
Vorsins gras og grćnan smára
geymir snjór og klaki.

Tjarnir stynja kaldan kost
klakinn brynjar lindir.
Eykur skynjun foldar, frost
frerans kynjamyndir


Staka á dag

31. desember

Svífur yfir svifryksfáriđ
sumir vilja sprengja. 
Nú er búiđ enn eitt áriđ 
enn fer dag ađ lengja.

1. janúar

Nú er startar enn eitt áriđ
ansi margt má bćta:
Hlćgjum bjartar, hunsum fáriđ
hćttum ađ kvarta'og ţrćta.

2. janúar

Ţraut er mikil ţađ ađ spá í ţetta veđur.
Af sér klakann áin ryđur,
ennţá samt er vetur miđur.


Sjóbađsvísa

Desember međ drjúgan kviđ
drulluköld viđ örkum miđ.
Í jökulkulda og jógafriđ
Jólastjörnu myndum viđ.


Mýrarsnípa

Fastar klípur, kćlir bóg
kuldinn grípur trítil.
Situr hnípin, meyran mó
Mýrarsnípa lítil.


Ţrösturinn

Kátur ţröstur kom í brauđ
kaldan veturinn.
Dritiđ brúnt, ţann blauta auđ,
bar á garđinn minn.

Syngur hátt um sól og regn
svífur himininn.
Hćkkar róminn ţessi ţegn
ef ţornar garđurinn.

Snigla, mađka, lirfur, lús
líkar ţrösturinn.
Vaskur borđar, virkar fús
verndar garđinn minn.

Bjarta von nú innst ég el,
er upp rís gróđurinn,
ađ ţröstur slétt međ sláttuvél
slái garđinn sinn.


Vísa á dag (27. júlí)

Kominn í sumarfrí - ţá er kannski rétt ađ mynda sér skođun á veđrinu:

Regniđ ćlir, regniđ skćlir
regniđ kćlir skrokka.
Hitinn kćfir, hitinn slćvir
hitinn ţćfir sokka.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

229 dagar til jóla

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband