Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Jólatrésríma

Öxin brýnd og yndćll friđur,
arka ég um skógarnefnu.
Full er gleđi, fullur kviđur,
fagna laus viđ átt og stefnu.

--

Viđ hćga göngu maginn mallar
maltađ viskí nćrir kroppinn,
skyndilega skítur kallar,
skal ég núna finna koppinn.


Ljóst ađ hérna birtist brúni,
bráđum saurgast snjórinn hvítur,
undir fögrum fannardúni
falinn verđur ljósbrúnn skítur.


Hann er nokkuđ hlýr og mjúkur
hann mun brćđa snjóhuluna.  
Hreinn nú litast hvítur dúkur
heyrist lágvćr gleđistuna

.

Skógur ilmar, fuglar flýja
flćđir snćviţakin drullan.
Yggla sig nú andlit skýja
og ţau hylja Mánan fullann

--

Finn ađ lokum fagurt greniđ
flott er tréđ međ beina stofna.
Heim ég fer og hverfur sleniđ
hlýtt er rúm, ég glađur sofna.


Ketkrókur

Í nótt kemur ketkrókur

Dökkt var klćđiđ, dökk var lund,
dökkur birtist klókur.
Međ boginn staut um stein og grund
stiklađi Ketkrókur.

Sagt var um ţann ónytjung,
ađ ýfđi hungurs tregi,
í ketiđ óx oft ţráin ţung,
á Ţorláksmessudegi.

Hörku gómsćtt hangiket,
hafđi sérhver kompa.
Fóliđ stautinn langa lét
líđa niđur strompa.

Ţjófóttur međ gruggugt geđ
gerđi illt međ poti.
Drungalegt sem dánarbeđ
varđ dagurinn í koti.


---

En núna sveiflar sínum krók
syngur lagleg kvćđi.
Ţćgilegur ţambar kók
ţykir snilld og ćđi.


Veđriđ

Kári blćs nú helst til hast,
hrjúfar skrapast kverkar.
Rámur hvćsir, hringsnúast
hryđjur kaldar, sterkar.


Föstudagurinn svarti

Kátt er yfir köldum hjörtum,
kaupmenn halda veislu,
á föstudegi, furđu svörtum
fagna meiri neyslu.


Blásvart húmiđ

Fuglar éta frćin köld og frostiđ bítur.
Stjörnubjart er blásvart húmiđ
bísn nú freistar hlýja rúmiđ.


Sjálfslýsing

 

Ţórđargleđi ofar er,
aldrei fettar granir.
Stređi unnir, sjaldan sér,
súrar ofskynjanir.


Sumaraukinn

Sumaraukinn kitlar klett,
krumminn baukar hrjóđur,
hrossagaukur leikur létt,
ljósgrćnn ţraukar gróđur.

Breytt: Ţessi staka hefur breyst eftir ađ mér var bent á hvađ orđiđ hrjóđur er undarlegt orđ og eftir ađ ljóst var hvađ ţessi vísa var stutt frá ţví ađ vera sléttubönd. Gleymiđ ţví ţessari ađ ofan og muniđ ţessa frekar :)

Sumaraukar kitla klett,
krumminn baukar hljóđur,
hrossagaukar leika létt,
ljósgrćnn ţraukar gróđur.


Nátthildur Dimmalimm

Nötrar maliđ Nátthildar,
nú á öđrum slóđum,
ofan á kjöltu eilífđar,
upp ađ hlýjum glóđum.

2019-04-18 16.05.17


Sjóbađsríma 2019

Sjórinn heillar, sćbúar,
syndum nú til lífsbótar.
Ertu kannski alveg snar?
Ískaldur er janúar!

Víđa hljómar vantrúar
vćla nokkrir ţorpssbúar.
Frystir ćđar febrúar,
finnast margir agnúar.

Föst í hlekkjum hugarfars
hríđarbyljar veđurfars,
oftast ţykir magur mars
máttur lítill heilsufars.

Apríl kemur hverfur hor
kallar bráđum fagurt vor
greikka okkar gćfuspor
glćđur lifna, vaknar ţor.

Sjórinn hlýnar sí og ć
sćlan eykst og vakna frć
finnum aftur blíđan blć
bráđnar klaki, dafnar maí.

Júnídagar dásemd ein
dáldiđ minna skelfur bein,
norđanáttin, nöpur, hrein
nú mun ekki kćla svein.

Sólin hitar sjóinn ţinn
svífur yfir tjaldurinn
Júlí kyssir kroppinn minn
kitlar tásur makríllinn.

Seinna kemur sjávarrok
salt og marflćr oní kok,
marglyttur međ stungu og strok
stuđa ţig í ágústlok.

Í september viđ fljótum fín
fjúka bráđum trampólín,
hristist kroppur, hitinn dvín
heimta kaldir brennivín.

Í október er óđur sjór,
öldur lemja bak og stjór,
Gruggast flóinn, glitrar snjór,
guten abend, drekkum bjór

Enn í sjónum böđumst ber,
bölvum soldiđ, ţar og hér,
kóngur týnist, klakinn mer,
kaldur ţykir nóvember

Desember međ drjúgan kviđ
drulluköld viđ örkum miđ.
Í jökulkulda og jógafriđ
Jólastjörnu myndum viđ.


Krumlur Kára

Hrikalegar krumlur Kára
klóra skegg á ţaki.
Vorsins gras og grćnan smára
geymir snjór og klaki.

Tjarnir stynja kaldan kost
klakinn brynjar lindir.
Eykur skynjun foldar, frost
frerans kynjamyndir


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband