Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Af landsmóti kvćđamanna

Frá Hótel Bifröst blasti vel viđ Bauluröndin.
Létt var Rósa, lyftist höndin,
liđu'um hlustir segulböndin. 

Bára kvađ viđ raust og rímur risu'og flóđu
Kvćđalögin kenndi góđu
kraftmikil úr ţjóđarglóđu.

Ragnar Ingi vísar vel á vísnahvata,
sveiflast hendur prik ađ pata,
pent ţá flestir stuđlar rata.

Fjölmörg börnin Bólu-Hjálmars bögur yrkja,
kveđa hátt og stuđla styrkja,
stöđugt međ ţví ţjóđlegt virkja.


Snjótönn

Ef viđ viljum ađeins spara
er ofan kemur snjófönn.
Ásmundur ţá ćtti ađ fara
um á bíl međ snjótönn.


mbl.is „Ég hef ekki fengiđ medalíu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ármann frćndi

Ég virđist hafa gleymt ađ setja ţetta inn á síđuna síđasta sumar:


Gránar himinn, dropar detta
dröfnin vaggar til og frá.
Steingrímsfjarđar föl er hetta
feiminn kveđur, dögg á brá.

Málar fjörđinn milljón liti
mögnuđ sól og kvöldrođinn.
Ávalt varst ađ okkar viti
allra besti vorbođinn.

Undan vindi bćrist bára
blíđlega og nćrgćtin.
Líđur tímans lygna gára
ljúfan núna kveđur vin.


Ferđ um Suđurland

Lómagnúpur gnćfir yfir,
goggur tímans herđir nag.
Ţó flestallt hverfi, fjalliđ lifir,
fram á nćsta morgundag.

 
Grána bráđum Kötluklćđi, 
kraftmikil ţá sýnir mátt. 
Rumskar viđ úr ró og nćđi, 
rćskir sig og öskrar hátt.
 
Öldur ţungar eilíft móta
Ísalandiđ ţitt og mitt.
Reynisdrangar brimiđ brjóta 
blóđugt vernda fjalliđ sitt.

Til Jóa Gunna

Dökkt er yfir Drang og Flóa
deyfa himinn skýin grá.
Kaldir vindar vćta móa
vökna fellin stór og smá.
 
Í stríđi og friđi stendur meyjan
sterkbyggđ verndar fjörđinn ţinn,
fađmandi er fagra Eyjan
í fögrum kjól og ţerrar kinn.
 
Í fjarska ţagnar fuglakliđur
frćndi, ţú varst okkur kćr.
Helgur sé ţinn hinsti friđur
hjartans kveđju sendir Bćr

Sigurđur Dýralćknir

Orti smá til heiđurs Sigurđi Sigurđarsyni fyrir stuttu:
 
Hér skal kveđa karli brag
kitlar gleđistrengur
Slćr á hnéđ sér hress í dag
heill er eđaldrengur.
 
Gćđapiltinn sóma sé
síst er spilltur strákur.
Lćknar gyltur, gleđur fé
góđur stilltur fákur.
 
Drekkur ráđ um dýrin flest
doktor, gráđum skrýddur.
Skepnum ţjáđum bjargar best 
býsn af dáđum prýddur.
 
Lífiđ glćđir, ljúf er vćrđ
lćkur flćđir glađur.
Óskir gćđa frá oss fćrđ
fćri kvćđamađur.

Sumarríma

Hávćrt syngja söngfuglar um sćlutíma
blíđlega hér byrjar ríma.

Sólin glampar, sveitin blómstrar suma daga
um ţađ fjallar fögur baga.

Ćđarblika bylgja vaggar blítt í nćđi
lýkur ţessu ljúfu kvćđi


Vetrarmynd úr Hvalfjarđarsveit:

 
 
Ljósadýrđin dansar glatt um dagsins rökkur.
Leggst á Hvalfjörđ ljótur dökkur
ljósgulur og snauđur mökkur

Sólin skín á sali fjalla, sćt ađ vanda.
Í ljósinu sé ljóta fjanda
lífleysi ţeir frá sér anda.

Veđriđ í gćr

Sól skein, glöddu gćlur
gelgju- velgdi -hýđi
hlýtt og sćtt sást hlćgja
Hafnarfjall án mjallar.
Ćpti aftur tjaldur 
ungu blómin sprungu
dásamlega daginn
dreymdi ég og gleymdi.

Um ráđamenn

Baulađu smá búkolla 
svo batni lélegt gengi,
ţví hjá mér engin hjú tolla
ţó helvítin ég flengi.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

227 dagar til jóla

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband