Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Staka á dag

31. desember

Svífur yfir svifryksfáriđ
sumir vilja sprengja. 
Nú er búiđ enn eitt áriđ 
enn fer dag ađ lengja.

1. janúar

Nú er startar enn eitt áriđ
ansi margt má bćta:
Hlćgjum bjartar, hunsum fáriđ
hćttum ađ kvarta'og ţrćta.

2. janúar

Ţraut er mikil ţađ ađ spá í ţetta veđur.
Af sér klakann áin ryđur,
ennţá samt er vetur miđur.


Sjóbađsvísa

Desember međ drjúgan kviđ
drulluköld viđ örkum miđ.
Í jökulkulda og jógafriđ
Jólastjörnu myndum viđ.


Mýrarsnípa

Fastar klípur, kćlir bóg
kuldinn grípur trítil.
Situr hnípin, meyran mó
Mýrarsnípa lítil.


Ţrösturinn

Kátur ţröstur kom í brauđ
kaldan veturinn.
Dritiđ brúnt, ţann blauta auđ,
bar á garđinn minn.

Syngur hátt um sól og regn
svífur himininn.
Hćkkar róminn ţessi ţegn
ef ţornar garđurinn.

Snigla, mađka, lirfur, lús
líkar ţrösturinn.
Vaskur borđar, virkar fús
verndar garđinn minn.

Bjarta von nú innst ég el,
er upp rís gróđurinn,
ađ ţröstur slétt međ sláttuvél
slái garđinn sinn.


Vísa á dag (27. júlí)

Kominn í sumarfrí - ţá er kannski rétt ađ mynda sér skođun á veđrinu:

Regniđ ćlir, regniđ skćlir
regniđ kćlir skrokka.
Hitinn kćfir, hitinn slćvir
hitinn ţćfir sokka.


Af landsmóti kvćđamanna

Frá Hótel Bifröst blasti vel viđ Bauluröndin.
Létt var Rósa, lyftist höndin,
liđu'um hlustir segulböndin. 

Bára kvađ viđ raust og rímur risu'og flóđu
Kvćđalögin kenndi góđu
kraftmikil úr ţjóđarglóđu.

Ragnar Ingi vísar vel á vísnahvata,
sveiflast hendur prik ađ pata,
pent ţá flestir stuđlar rata.

Fjölmörg börnin Bólu-Hjálmars bögur yrkja,
kveđa hátt og stuđla styrkja,
stöđugt međ ţví ţjóđlegt virkja.


Snjótönn

Ef viđ viljum ađeins spara
er ofan kemur snjófönn.
Ásmundur ţá ćtti ađ fara
um á bíl međ snjótönn.


mbl.is „Ég hef ekki fengiđ medalíu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ármann frćndi

Ég virđist hafa gleymt ađ setja ţetta inn á síđuna síđasta sumar:


Gránar himinn, dropar detta
dröfnin vaggar til og frá.
Steingrímsfjarđar föl er hetta
feiminn kveđur, dögg á brá.

Málar fjörđinn milljón liti
mögnuđ sól og kvöldrođinn.
Ávalt varst ađ okkar viti
allra besti vorbođinn.

Undan vindi bćrist bára
blíđlega og nćrgćtin.
Líđur tímans lygna gára
ljúfan núna kveđur vin.


Ferđ um Suđurland

Lómagnúpur gnćfir yfir,
goggur tímans herđir nag.
Ţó flestallt hverfi, fjalliđ lifir,
fram á nćsta morgundag.

 
Grána bráđum Kötluklćđi, 
kraftmikil ţá sýnir mátt. 
Rumskar viđ úr ró og nćđi, 
rćskir sig og öskrar hátt.
 
Öldur ţungar eilíft móta
Ísalandiđ ţitt og mitt.
Reynisdrangar brimiđ brjóta 
blóđugt vernda fjalliđ sitt.

Til Jóa Gunna

Dökkt er yfir Drang og Flóa
deyfa himinn skýin grá.
Kaldir vindar vćta móa
vökna fellin stór og smá.
 
Í stríđi og friđi stendur meyjan
sterkbyggđ verndar fjörđinn ţinn,
fađmandi er fagra Eyjan
í fögrum kjól og ţerrar kinn.
 
Í fjarska ţagnar fuglakliđur
frćndi, ţú varst okkur kćr.
Helgur sé ţinn hinsti friđur
hjartans kveđju sendir Bćr

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 54070

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband