Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Sigurður Dýralæknir

Orti smá til heiðurs Sigurði Sigurðarsyni fyrir stuttu:
 
Hér skal kveða karli brag
kitlar gleðistrengur
Slær á hnéð sér hress í dag
heill er eðaldrengur.
 
Gæðapiltinn sóma sé
síst er spilltur strákur.
Læknar gyltur, gleður fé
góður stilltur fákur.
 
Drekkur ráð um dýrin flest
doktor, gráðum skrýddur.
Skepnum þjáðum bjargar best 
býsn af dáðum prýddur.
 
Lífið glæðir, ljúf er værð
lækur flæðir glaður.
Óskir gæða frá oss færð
færi kvæðamaður.

Sumarríma

Hávært syngja söngfuglar um sælutíma
blíðlega hér byrjar ríma.

Sólin glampar, sveitin blómstrar suma daga
um það fjallar fögur baga.

Æðarblika bylgja vaggar blítt í næði
lýkur þessu ljúfu kvæði


Vetrarmynd úr Hvalfjarðarsveit:

 
 
Ljósadýrðin dansar glatt um dagsins rökkur.
Leggst á Hvalfjörð ljótur dökkur
ljósgulur og snauður mökkur

Sólin skín á sali fjalla, sæt að vanda.
Í ljósinu sé ljóta fjanda
lífleysi þeir frá sér anda.

Veðrið í gær

Sól skein, glöddu gælur
gelgju- velgdi -hýði
hlýtt og sætt sást hlægja
Hafnarfjall án mjallar.
Æpti aftur tjaldur 
ungu blómin sprungu
dásamlega daginn
dreymdi ég og gleymdi.

Um ráðamenn

Baulaðu smá búkolla 
svo batni lélegt gengi,
því hjá mér engin hjú tolla
þó helvítin ég flengi.

 


Svartþröstur

 
Í kulda sit ég fuglinn fagur 
feiminn þröstur svartur.
Ó að það kæmi aftur dagur
allur hlýr og bjartur.
 
Meðan ég við barrnál baksa
bætir enn í myrkur,
lengjast skuggar, skaflar vaxa
skímu - minnkar styrkur
 
En þó að ég sé mæddur, móður
og muni raunum flíka.
Þá kemur seinna sæla'og gróður
og sólin bjarta líka.

Hryllingsvísa:

 

Varúlfur þú vilt mig rífa'í sundur
verði tunglið alveg fölvagult,
Samt er eins og í þér sé smá hundur
ef að tunglið birtist trauðla fullt.


Vetur

Blómið kæfir kafaldsglýja
klessist snæviþakin jurt.
Angur svæfir andlit skýja
er þau þæfast hrakin burt.


Ráð við fylgistapi

Ef fylgið minnkar flokki hjá
flókin virðist klemma
og fréttir gerist fúlt að sjá
þá fjölmiðil skalt skemma.


mbl.is Spurði hvort eitthvað væri að vörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ort síðla kvölds

Ekki þarf að orðlengja né um það mala,
bulla, masa,tefja, tala
teygja lopann, röfla, hjala
góða nótt mín Gunna Vala

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 54071

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband