Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Svartþröstur

 
Í kulda sit ég fuglinn fagur 
feiminn þröstur svartur.
Ó að það kæmi aftur dagur
allur hlýr og bjartur.
 
Meðan ég við barrnál baksa
bætir enn í myrkur,
lengjast skuggar, skaflar vaxa
skímu - minnkar styrkur
 
En þó að ég sé mæddur, móður
og muni raunum flíka.
Þá kemur seinna sæla'og gróður
og sólin bjarta líka.

Hryllingsvísa:

 

Varúlfur þú vilt mig rífa'í sundur
verði tunglið alveg fölvagult,
Samt er eins og í þér sé smá hundur
ef að tunglið birtist trauðla fullt.


Vetur

Blómið kæfir kafaldsglýja
klessist snæviþakin jurt.
Angur svæfir andlit skýja
er þau þæfast hrakin burt.


Ráð við fylgistapi

Ef fylgið minnkar flokki hjá
flókin virðist klemma
og fréttir gerist fúlt að sjá
þá fjölmiðil skalt skemma.


mbl.is Spurði hvort eitthvað væri að vörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ort síðla kvölds

Ekki þarf að orðlengja né um það mala,
bulla, masa,tefja, tala
teygja lopann, röfla, hjala
góða nótt mín Gunna Vala

Heilræðavísa

Ef þú nemur annan hreim,
sérð augun grimm,
nefið finnur nýjan keim...
og nótt er dimm:
Þá opna skott og eyddu þeim
með MP5.


mbl.is Full þörf fyrir vopnaða lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær stökur frá júní/júlí

Regnið lemur hvasst og kalt
kælir djöfuls fokið,
breimar hávært blautt og svalt
bölvað norðanrokið.

 

Grímsey hún er glæsileg
græn með svarta dranga.
Þegar fer ég titra treg
tár á mínum vanga.


Rím

Smá rímæfing:

Fordómunum frenjan gýtur
flæða dreggjar andans,
áfram skítaskólpið flýtur...
úr skögulkjöftum landans.
Já skömmin alla bresti brýtur
- björt er ásýnd fjandans.


Vorið nálgast

Sólin blessuð svífur fjöllum ofar.
Eins og meyjan leggjalöng
ljósu skýin klofar.

Klakaböndin kreista úr sér safa.
Dropar niður detta ört
dansa létt og skrafa.

Sumarveðrið vekur jafnan kæti.
Lækjarkliður kallar hátt
kann sér varla læti.

Upp úr sandi urt af monti rifnar.
Feimin undir fjörustein
flóin brúna lifnar.

Sendlingstásur tælir græni sjórinn.
Björtum rómi, sykursætt
syngur fjörukórinn.

Sléttar fjaðrir sleikir þýður blærinn.
Spáir logni spekingur
spegilsléttur særinn.


Hvalbjór

Ýmsir nú sjúga með ekka
ölið með mjölinu flekka
en þykja ei leitt
því ljóst er það eitt
að þjóðlegt er þarma að drekka....

En alls ekki hræðumst né hörmum
hvalbjórin drekkum í förmum.
og gleðin við völd
ei gleymist í kvöld
því gott er að sjúga úr þörmum.

mbl.is Þarmainnihald í hvalbjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

226 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 53942

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband