Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Heilrćđavísa

Ef ţú nemur annan hreim,
sérđ augun grimm,
nefiđ finnur nýjan keim...
og nótt er dimm:
Ţá opna skott og eyddu ţeim
međ MP5.


mbl.is Full ţörf fyrir vopnađa lögreglu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tvćr stökur frá júní/júlí

Regniđ lemur hvasst og kalt
kćlir djöfuls fokiđ,
breimar hávćrt blautt og svalt
bölvađ norđanrokiđ.

 

Grímsey hún er glćsileg
grćn međ svarta dranga.
Ţegar fer ég titra treg
tár á mínum vanga.


Rím

Smá rímćfing:

Fordómunum frenjan gýtur
flćđa dreggjar andans,
áfram skítaskólpiđ flýtur...
úr skögulkjöftum landans.
Já skömmin alla bresti brýtur
- björt er ásýnd fjandans.


Voriđ nálgast

Sólin blessuđ svífur fjöllum ofar.
Eins og meyjan leggjalöng
ljósu skýin klofar.

Klakaböndin kreista úr sér safa.
Dropar niđur detta ört
dansa létt og skrafa.

Sumarveđriđ vekur jafnan kćti.
Lćkjarkliđur kallar hátt
kann sér varla lćti.

Upp úr sandi urt af monti rifnar.
Feimin undir fjörustein
flóin brúna lifnar.

Sendlingstásur tćlir grćni sjórinn.
Björtum rómi, sykursćtt
syngur fjörukórinn.

Sléttar fjađrir sleikir ţýđur blćrinn.
Spáir logni spekingur
spegilsléttur sćrinn.


Hvalbjór

Ýmsir nú sjúga međ ekka
öliđ međ mjölinu flekka
en ţykja ei leitt
ţví ljóst er ţađ eitt
ađ ţjóđlegt er ţarma ađ drekka....

En alls ekki hrćđumst né hörmum
hvalbjórin drekkum í förmum.
og gleđin viđ völd
ei gleymist í kvöld
ţví gott er ađ sjúga úr ţörmum.

mbl.is Ţarmainnihald í hvalbjórnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til Tedda frćnda

Bylgju sogar súgurinn,
silfruđ togar gára,
kletta logar kvöldrođinn,
kyssir voga, bára.

Himnarjáfur hristir brá,
hljóđnar mávakvakiđ,
dropar skrjáfa, detta á,
doppótt sjávarlakiđ.

Fagurgali

Minkurinn međ morkna sál,
svo myrk sem sótiđ.
Vildi fara út í ál,
- yfir fljótiđ.

Keikur hindrar för um fljót
ferjumađur.
Mćrir sig og mćlir bót
- minkur glađur.

Flaut ţar skjall um ferjugarp
sem ferjađ gćti.
Handan fljótsins fuglavarp
- fullt af ćti.

Sagđist vera seigur ţjónn
svanur tjarna.
Lygin er sem ljúfur tónn
- lóubarna.

Skella myndu skoltar beitt
skrímslin farga.
Gráa máva getur deytt
- grimma varga.

Menn sem hafa minkum treyst
ţađ munu trega.
Loforđsgleđin getur breyst
- geigvćnlega

Yfir fljótiđ för var greiđ
međ ferjuhrói.
Glott um beittan skoltinn skreiđ
- skelfur krógi.

Ferjan yfir fljótiđ hrökk
fagnar stoltur.
Í land međ grćđgisglampa stökk
- glefsar skoltur.

Lođiđ skottiđ skaust ţá hratt
um skuggasali.
Fljótlega í fariđ datt
- fagurgali.

Seigur karl


Vösk ţar ţótti vendingin,
viđhaldiđ var breima,
í loftköstum var lendingin
nú ljómar Frúin heima.
mbl.is Lenti í íslenskum hálendisrudda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fésbókarhćkur nr. 1

Hérna er hćka,
hamingju rúmlega fyllt.
Líf er ađ lćka.

Ţrátefli, ţrćta,
ţögnin er yfirleitt stillt.
Sćt er hún Sćta.

Taumlaust ţó taggar,
telpan hinn hugdjarfa pilt.
Vefmyndin vaggar.

Kommentin kafna,
kynleg er röddin oft villt.
Dásemdir dafna.

Bubble Crush beiđni,
berst hratt um fésbćkur tryllt.
Lćvís er leiđni.

Hér voru hćkur,
hugsunin gruggug og gyllt.
Fagna fésbćkur.

Hádegismóar

Haninn í rökkrinu hefur enn skitiđ
og hćnurnar spakar á ţúfuna gjóa,
en flestar ţćr sjá ţó ađ fariđ er vitiđ
og fjađrirnar gisnar á kjúllanum sljóa.
En jafnóđum sekkur ţó sorinn og dritiđ
í svörđinn og hverfur í Hádegismóa.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

158 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband