Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Til Tedda frćnda

Bylgju sogar súgurinn,
silfruđ togar gára,
kletta logar kvöldrođinn,
kyssir voga, bára.

Himnarjáfur hristir brá,
hljóđnar mávakvakiđ,
dropar skrjáfa, detta á,
doppótt sjávarlakiđ.

Fagurgali

Minkurinn međ morkna sál,
svo myrk sem sótiđ.
Vildi fara út í ál,
- yfir fljótiđ.

Keikur hindrar för um fljót
ferjumađur.
Mćrir sig og mćlir bót
- minkur glađur.

Flaut ţar skjall um ferjugarp
sem ferjađ gćti.
Handan fljótsins fuglavarp
- fullt af ćti.

Sagđist vera seigur ţjónn
svanur tjarna.
Lygin er sem ljúfur tónn
- lóubarna.

Skella myndu skoltar beitt
skrímslin farga.
Gráa máva getur deytt
- grimma varga.

Menn sem hafa minkum treyst
ţađ munu trega.
Loforđsgleđin getur breyst
- geigvćnlega

Yfir fljótiđ för var greiđ
međ ferjuhrói.
Glott um beittan skoltinn skreiđ
- skelfur krógi.

Ferjan yfir fljótiđ hrökk
fagnar stoltur.
Í land međ grćđgisglampa stökk
- glefsar skoltur.

Lođiđ skottiđ skaust ţá hratt
um skuggasali.
Fljótlega í fariđ datt
- fagurgali.

Seigur karl


Vösk ţar ţótti vendingin,
viđhaldiđ var breima,
í loftköstum var lendingin
nú ljómar Frúin heima.
mbl.is Lenti í íslenskum hálendisrudda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fésbókarhćkur nr. 1

Hérna er hćka,
hamingju rúmlega fyllt.
Líf er ađ lćka.

Ţrátefli, ţrćta,
ţögnin er yfirleitt stillt.
Sćt er hún Sćta.

Taumlaust ţó taggar,
telpan hinn hugdjarfa pilt.
Vefmyndin vaggar.

Kommentin kafna,
kynleg er röddin oft villt.
Dásemdir dafna.

Bubble Crush beiđni,
berst hratt um fésbćkur tryllt.
Lćvís er leiđni.

Hér voru hćkur,
hugsunin gruggug og gyllt.
Fagna fésbćkur.

Hádegismóar

Haninn í rökkrinu hefur enn skitiđ
og hćnurnar spakar á ţúfuna gjóa,
en flestar ţćr sjá ţó ađ fariđ er vitiđ
og fjađrirnar gisnar á kjúllanum sljóa.
En jafnóđum sekkur ţó sorinn og dritiđ
í svörđinn og hverfur í Hádegismóa.

Tvö rándýr ljóđ

Í lasönjunum finn ég friđ
feitan strýk ţá gjarnan kviđ
er ţörfum ţjóna.
En breskir fúlsa Findus viđ
af frönskum Skjóna.

°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-°-

Ţó blóti ţrautaţrjótar hćst
ţursar mćđusvćđa.
Úr hnakkanautahakki fćst
heilnćm gćđafćđa.


mbl.is Deilt um hrossiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Haustvísa

Ljótur vindur leggst á kjarr,
lauf um polla kjaga
Játast friđi Jónsi Gnarr,
Jókó Ó og Gaga.

mbl.is Lady Gaga ţakkađi Jóni Gnarr
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bárudans

Veturliđinn vćr međ strönd
vaggar kviđ á báru.
Upp og niđur öldurönd
ólmur miđar gáru.

Á hafsins ţúfum hefur vald
hátt á skúfi dvelur.
Í gegnum úfinn öldufald
efstan kúfinn velur.

Bárur krappar brýtur hann
bylgju stappar glađur.
Berst sem tappi, bylgju rann
blikinn drapplitađur.

Upp ađ skör vill ćđur ná
enn til fjörs og náđa.
Blessuđ kjörin batna ţá
en byrinn för mun ráđa.

Af nógu er ađ taka

Gefum okkur gáfnahaf
ţar gjöful veiđist spraka.
Ţó nokkur prósent nagist af
af nógu er ađ taka.


mbl.is Andlegri getu hrakar eftir fertugt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóla köks

Búinn ađ baka eftirfarandi:

Karamellu- og kókostoppa
kjarna hafradrauma
Loftkökur og lakkrístoppa
ljósbrúna randastrauma.

 Tounge

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

226 dagar til jóla

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 53942

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband