Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Éljagangur

Um sćinn dökkgrátt siglir ţel
svalur rökkurs valdur.
Úr dimmum bökkum bláhvít él
blístrar nökkvinn kaldur.

Á flćđiskeri

Svart er skeriđ, sjónum ofar svífa máfar.
Fellur ađ og freyđir úđi
fjöruţang er blautur púđi.

Sjórinn gutlar, svefn er rofinn, salt í munni.
Reisir bakiđ skrokkur skćldur
skerjagestur illa ţvćldur.

Fćtur blotna, flćđiskeriđ fer ađ hverfa.
Hávćrt öskrar hrađfleyg ţerna:
"Hvađ ert ţú ađ gera hérna?"

Gloppótt minni, glćrt og tómt sem gráa djúpiđ.
"Upp fórst skeriđ ćđi kaldur"
ansađi í fjarska tjaldur.

Spurning vaknar, sem ég vil ţó vart um hugsa:
"Til hvers lífsins dreggjar dreypi
er dómur minn ađ sjór mig gleypi?"

Yfir skeriđ skella bárur, skrokkur titrar.
Hátt mót vindi kría kallar:
"Krí nú skolast bjargir allar"

Dílaskarfur skeri framhjá skríđur öldu.
Kallar: "vinur komdu fljótur
köfum saman - gamli ţrjótur".

Nú syndir hjá hin sćmilega síldartorfa
Sćlt er líf og fengsćll flóinn.
Ég flaksa vćngjum - stekk í sjóinn.

Nćsta kröfuganga

Hvítir karlar krefjast bata
- kraftmiklir međ snyrta barta,
Mun brátt verđa gengin gata
- gömul biblía viđ hjarta.
Út í smóking einum fata
- arka senn međ byssu svarta.

Međ eđa á móti

Fyrir dygga lesendur mína.

Hér fáiđ ţiđ stöku til ađ henda á ţá sem eru andstćđir skođunum ykkar - nú geta pólitískar keilur fariđ ađ falla á báđa bóga Wink

Fjandi ertu fáfróđur
og flest ţín orđ sem smér.
Allstađar er áróđur
en einna mest hjá ţér

Bćtt viđ - önnur útgáfa:

Fjandi ertu fáfróđur
flest rök hrökkva'af mér.
Allstađar er áróđur
en einna mest hjá ţér

.

Svo er hér staka sem ćtti ađ vera nothćf til ađ skora stig í ţjóđmálaumrćđunni: 

Viđ heyrum stundum röfl og raus
sú rökţurrđ margan ćrir.
Ef rökin verđa rakalaus
sú röksemd engan nćrir.

 

Svo voru ţađ sléttubönd sem má lesa fram og til baka - eftir hvađa skođun hentar hverju sinni: 

Fórnar lýđnum, aldrei er
önnum sínum vaxin.
Stjórnar illa, sjaldan sér
sekan bankalaxinn.

og ţá afturábak:

Bankalaxinn sekan sér
sjaldan stjórnar illa.
Vaxin sínum önnum er
aldrei lýđnum fórnar.


Ábyrgđ

Varla mun ég missa slag,
né mögla yfir raunum,
ef efla stjórar Íslands hag,
og ábyrgđ fylgir launum.

Háum launum virđist nefnilega sjaldnast fylgja ábyrgđ - eins og sagan sýnir.


mbl.is Engin réttlćting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tungliđ

Tignarlegt og tindilfćtt nú Tungliđ blikkar.
Í gćrdag leit á góniđ ykkar
glćsilegt međ varir ţykkar.

Blá er hönd

Bara smá athugasemd viđ myndina sem fylgir ţessari frétt.. Wink

Seđil ţungan hrifsar hönd
međ hrađi.
Bleikar neglur og blá er hönd
á blađi.


mbl.is Úrslit í Norđausturkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Útsynningur - uppkast ađ ljóđi

Fékk hugmynd ađ uppkasti ađ ljóđi ţegar ég var ađ lesa Einar Sveinbjörnsson.

Nú anda kaldir vindar kúlum hörđum
klakkar fagrir, augum land á gjóa
sjá ţar glitta í opinn Faxaflóa
og fjöllin brátt kitla í háum ţröngum skörđum.


Stjórn

Stjórnar lýđnum, aldrei er
önnum sínum vaxin.
Fórnar kostum, sjaldan sér
sekan bankalaxinn.


mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Askasleikir

Undanfarin ár hef ég bćtt viđ einni og einni jólasveinavísu - nú er komiđ ađ Askasleiki. 

Treg var vitund,  tóm var vömb
trylltur hljóp af fjalli.
Í dalnum engin lítil lömb
lund í hungursfalli. 

Inn í bćinn arkađi
eftir náttmálsstundir.
Hryllingsbúkinn harkađi
höfđagafli undir

Hungriđ sćrđi sálartóm
sveinninn var í hnjaski.
Feginn sleikti gráan góm
er greip í brún á aski. 

Inn í bć var dökkt og dimmt
draugaverur flćmdust.
Hund og kött hann kvaldi grimmt
kaldir askar tćmdust.

En núna kankvís krunkar hann
sem kanna upp á stólnum.
Ţekkir allvel bođ og bann
í blómarauđum kjólnum.

Sjá fleiri Jólasveinavísur

Askasleikir er jólasveinn númer sex í röđinni. Fyrr á öldum, ţegar fólk matađist enn úr öskum, faldi hann sig gjarnan undir rúmum. Ţegar askarnir voru lagđir fyrir hunda og ketti til ađ leyfa ţeim ađ sleikja, varđ Askasleikir fyrri til, krćkti í ţá og hreinsađi innan úr ţeim (af jolamjolk.is).


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

225 dagar til jóla

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband