Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Tungliđ

Tignarlegt og tindilfćtt nú Tungliđ blikkar.
Í gćrdag leit á góniđ ykkar
glćsilegt međ varir ţykkar.

Blá er hönd

Bara smá athugasemd viđ myndina sem fylgir ţessari frétt.. Wink

Seđil ţungan hrifsar hönd
međ hrađi.
Bleikar neglur og blá er hönd
á blađi.


mbl.is Úrslit í Norđausturkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Útsynningur - uppkast ađ ljóđi

Fékk hugmynd ađ uppkasti ađ ljóđi ţegar ég var ađ lesa Einar Sveinbjörnsson.

Nú anda kaldir vindar kúlum hörđum
klakkar fagrir, augum land á gjóa
sjá ţar glitta í opinn Faxaflóa
og fjöllin brátt kitla í háum ţröngum skörđum.


Stjórn

Stjórnar lýđnum, aldrei er
önnum sínum vaxin.
Fórnar kostum, sjaldan sér
sekan bankalaxinn.


mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Askasleikir

Undanfarin ár hef ég bćtt viđ einni og einni jólasveinavísu - nú er komiđ ađ Askasleiki. 

Treg var vitund,  tóm var vömb
trylltur hljóp af fjalli.
Í dalnum engin lítil lömb
lund í hungursfalli. 

Inn í bćinn arkađi
eftir náttmálsstundir.
Hryllingsbúkinn harkađi
höfđagafli undir

Hungriđ sćrđi sálartóm
sveinninn var í hnjaski.
Feginn sleikti gráan góm
er greip í brún á aski. 

Inn í bć var dökkt og dimmt
draugaverur flćmdust.
Hund og kött hann kvaldi grimmt
kaldir askar tćmdust.

En núna kankvís krunkar hann
sem kanna upp á stólnum.
Ţekkir allvel bođ og bann
í blómarauđum kjólnum.

Sjá fleiri Jólasveinavísur

Askasleikir er jólasveinn númer sex í röđinni. Fyrr á öldum, ţegar fólk matađist enn úr öskum, faldi hann sig gjarnan undir rúmum. Ţegar askarnir voru lagđir fyrir hunda og ketti til ađ leyfa ţeim ađ sleikja, varđ Askasleikir fyrri til, krćkti í ţá og hreinsađi innan úr ţeim (af jolamjolk.is).


Hálfklárađ ljóđ

Sofđu meir sonur minn smái
nú sefur vćrt ríki og ţjóđ
ţó hlutabréfs horfinn sé gljái
ţá höfum viđ alltaf gullsjóđ.

Í draumnum ţú mátt jafnvel mála
myndir af krónu međ vćng.
Ţó skuldsett sé skel ţín og sála
mun skuggi ei falla á sćng

...


Hauststemma í svartari kantinum

Alkuliđ nálgast nú napurt
nýmóđins grána enn hjallar.
Verkamenn fóru frá fróni
í flóttanum mikla.
Kuldaleg stórhýsin stara
og stillasar braka í vindi.
Hátt fljúga ţakplötur hráar
og hringa sig niđur til sjávar.

Sunnudagur

Ef ég hefđi fengiđ mér í glas í gćr, ţá hefđi dagurinn vćntanlega byrjađ svona:

Grúttimbrađur glćr í augum,
gloppa djúp í ţöndum taugum,
ţrútinn búkur, ţambar kók.
Höggin ţung í höfđi mínu,
međ hrikalega magapínu,
í sófanum í sveittri brók.

En ég var reyndar ađ koma heim eftir ferđ á leikvöllinn og göngutúr međfram sjávarsíđunni, svo ţetta á alls ekki viđ.


Ástandiđ mun lagast - er ţađ ekki?

Enn mér finnst ţađ undravert
hvađ okkar getu hefur skert:
Heimskra manna hugarflug.
En upp mun rísa okkar ţjóđ
eymdin hverfa, kvikna glóđ.
Eftir nćsta áratug.

Villa

Fínt er ađ grćđa og grilla
gjöful er mörg svikamylla.
En talning var hröđ
og hlóđst ţví á blöđ
hreinrćktuđ innsláttarvilla.

Er ţetta nokkuđ rímvilla hjá mér Wink


mbl.is Villur voru í útstrikunartölum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

158 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 54072

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband