Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Hálfklárađ ljóđ

Sofđu meir sonur minn smái
nú sefur vćrt ríki og ţjóđ
ţó hlutabréfs horfinn sé gljái
ţá höfum viđ alltaf gullsjóđ.

Í draumnum ţú mátt jafnvel mála
myndir af krónu međ vćng.
Ţó skuldsett sé skel ţín og sála
mun skuggi ei falla á sćng

...


Hauststemma í svartari kantinum

Alkuliđ nálgast nú napurt
nýmóđins grána enn hjallar.
Verkamenn fóru frá fróni
í flóttanum mikla.
Kuldaleg stórhýsin stara
og stillasar braka í vindi.
Hátt fljúga ţakplötur hráar
og hringa sig niđur til sjávar.

Sunnudagur

Ef ég hefđi fengiđ mér í glas í gćr, ţá hefđi dagurinn vćntanlega byrjađ svona:

Grúttimbrađur glćr í augum,
gloppa djúp í ţöndum taugum,
ţrútinn búkur, ţambar kók.
Höggin ţung í höfđi mínu,
međ hrikalega magapínu,
í sófanum í sveittri brók.

En ég var reyndar ađ koma heim eftir ferđ á leikvöllinn og göngutúr međfram sjávarsíđunni, svo ţetta á alls ekki viđ.


Ástandiđ mun lagast - er ţađ ekki?

Enn mér finnst ţađ undravert
hvađ okkar getu hefur skert:
Heimskra manna hugarflug.
En upp mun rísa okkar ţjóđ
eymdin hverfa, kvikna glóđ.
Eftir nćsta áratug.

Villa

Fínt er ađ grćđa og grilla
gjöful er mörg svikamylla.
En talning var hröđ
og hlóđst ţví á blöđ
hreinrćktuđ innsláttarvilla.

Er ţetta nokkuđ rímvilla hjá mér Wink


mbl.is Villur voru í útstrikunartölum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Virkar ágćtlega

Hérna er niđurstađa mín:

kosn

Já nú vandast valiđ heldur
ég veit samt hvađ skal gera.
Neđstur er hér graddinn geldur
sem geymist best í frera.


mbl.is Kosningakompás mbl.is
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einnig mćttu koma svona fréttir:

Enn einn var handtekinn áđur
auđmađur peninga háđur.
Sem í felum einn lá
međ fúlgur í skrá
Já auđmađur andskoti fjáđur.


mbl.is Stórfelld kannabisrćktun stöđvuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á skíđum

Mamma var á skíđum:

Krafturinn af kerlu lekur
í klettasal.
Skyndilega skorpu tekur
og skíđar dal.

Lćkjasonnetta

Nú trítlar norđangarrinn gengnar slóđir
og grösin hylja ţykkar flygsur kaldar.
Ţurrar rósir undir fargi faldar
í frosti titrar ísköld jarđarmóđir.

Í lćgđum ţegja lćkir frosnir hljóđir
í leiđslu horfa'á frera jökulskjaldar
ţeir minnast vors er vćldu nokkrir tjaldar
og vilja aftur stökkva'um fossahlóđir.

Ţví ţađ er sćla ađ líđa lágar grundir
leysast úr viđjum, hamrabeltin streyma
- litlir og frosnir, lćkir dreyma enn.

Íbundnir klaka, kaldir enn um stundir
í kuldaböndum gott er ţá ađ dreyma.
-frostiđ mun víkja, já voriđ nálgast senn.


Ljóđ - fyrsta uppkast

Nú trítlar norđangarrinn gengnar slóđir
og grösin hylja ţykkar flygsur kaldar.
Skorpnađar rósirnar undir fargi faldar
í frostinu titrar og skelfur jarđarmóđir.

Í lćgđunum agndofa lćkir frosnir hljóđir
í leiđslu ţeir tilbiđja frera jökulskjaldar
ţeir minnast ţó vorsins er vćldu nokkrir tjaldar
og varmann viđ strokur um brattar fossahlóđir.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

225 dagar til jóla

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband