Leita í fréttum mbl.is

Lækjasonnetta

Nú trítlar norðangarrinn gengnar slóðir
og grösin hylja þykkar flygsur kaldar.
Þurrar rósir undir fargi faldar
í frosti titrar ísköld jarðarmóðir.

Í lægðum þegja lækir frosnir hljóðir
í leiðslu horfa'á frera jökulskjaldar
þeir minnast vors er vældu nokkrir tjaldar
og vilja aftur stökkva'um fossahlóðir.

Því það er sæla að líða lágar grundir
leysast úr viðjum, hamrabeltin streyma
- litlir og frosnir, lækir dreyma enn.

Íbundnir klaka, kaldir enn um stundir
í kuldaböndum gott er þá að dreyma.
-frostið mun víkja, já vorið nálgast senn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 52485

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband