Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Byltingin er hafin.

Fram mín þjóð sem flær og lýsnar sugu
þær feitar allsnarlega kroppum af.
Fari þau sem framhjá kerfi smugu
og fari kerfið sem í doða svaf.
Burt með þau sem blákallt að oss lugu
og burtu þið sem siglduð oss í kaf.

Sjá t.d:

„Annað lýðveldið Ísland“ óhjákvæmileg nauðsyn,
Nýtt sjálfseyðandi lýðræðisbreytingaafl,
Nýtt lýðveldi.,
Jón "forseta" aftur! Nú eða aldrei! ,
Viðreisn Alþingis - nýtt lýðveldi!

Einnig: Ó, þjóð mín þjóð


Jólavísur

Nálgast jól þá niður sest og naga kjötið feita.
Seinna mun ég sætt mjúkt konfekt leita.

Sötra öl ef sér ei neinn og sætar tertur éta
eftir viku ei mun meira geta.

Læðast um og líta fögur ljósin rauð og grænu
Um jólin et ég jafnan frá mér rænu


Horfðu'á björtu hliðarnar

Ævin er nú snúin
og öllum vonum rúin
kulnuð glóð í glæðum.

Í viskuvængjum lúin
veikbyggð gerist brúin
og gljúp í lífsins gæðum.


Kreppubaga

Ekki gráta góða
þótt gleðikall sé hljótt.
Minni þitt er móða
mörg var gleðinótt.

Ekki gráta gamla
þótt gangi fátt í hag.
Þú munt þæg enn svamla
í þúsund og einn dag.

Ekki gráta gæskan
þótt gráni örfá hár.
Nær þér nagar æskan
í nokkur þúsund ár.

Ekki gráta greyið
þótt glefsi mammonsfló.
Fimt mun þjóðarfleyið
flæma'um kreppusjó.


Ég ligg í laut

Ég ligg í laut og naga
lítið strá
þúfutittlings þvaga
þýtur hjá.

Golan kinnar klappar
kitlar hey
finn að fætur stappar
flugugrey.

Hrossagaukar hneggja
hlægja'að mér
vítt er hér til veggja
sem vera ber.

Gras og gróður angar
grænkar lyng
fuglinn andann fangar
einn flýgur hring.

Skýin tæla tinda
tipla hröð
máttinn kynjamynda
mála glöð.

Skynfærin þau skríkja
skilja allt
harðan heiminn mýkja
heitt og kalt.

Blíð og bljúg er erting
bragð og hljóð,
ásjón, ilmur, snerting
eining góð.

« Fyrri síða

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

225 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 53943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband