Leita í fréttum mbl.is

Sjóbaðsríma 2019

Sjórinn heillar, sæbúar,
syndum nú til lífsbótar.
Ertu kannski alveg snar?
Ískaldur er janúar!

Víða hljómar vantrúar
væla nokkrir þorpssbúar.
Frystir æðar febrúar,
finnast margir agnúar.

Föst í hlekkjum hugarfars
hríðarbyljar veðurfars,
oftast þykir magur mars
máttur lítill heilsufars.

Apríl kemur hverfur hor
kallar bráðum fagurt vor
greikka okkar gæfuspor
glæður lifna, vaknar þor.

Sjórinn hlýnar sí og æ
sælan eykst og vakna fræ
finnum aftur blíðan blæ
bráðnar klaki, dafnar maí.

Júnídagar dásemd ein
dáldið minna skelfur bein,
norðanáttin, nöpur, hrein
nú mun ekki kæla svein.

Sólin hitar sjóinn þinn
svífur yfir tjaldurinn
Júlí kyssir kroppinn minn
kitlar tásur makríllinn.

Seinna kemur sjávarrok
salt og marflær oní kok,
marglyttur með stungu og strok
stuða þig í ágústlok.

Í september við fljótum fín
fjúka bráðum trampólín,
hristist kroppur, hitinn dvín
heimta kaldir brennivín.

Í október er óður sjór,
öldur lemja bak og stjór,
Gruggast flóinn, glitrar snjór,
guten abend, drekkum bjór

Enn í sjónum böðumst ber,
bölvum soldið, þar og hér,
kóngur týnist, klakinn mer,
kaldur þykir nóvember

Desember með drjúgan kvið
drulluköld við örkum mið.
Í jökulkulda og jógafrið
Jólastjörnu myndum við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

43 dagar til jóla

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband