Leita í fréttum mbl.is

Nokkur kvćđi

Vöxtur lamba og verđbréfa:

Verđbréfanna vöxt af stađ
vorburđurinn gerđi.
Hluta-féđ ađ hausti ţađ
hríđfellur í verđi.

Vorstemming:

Stundir bćta skemmta skúf,
skreyttar kríur fljúga.
Grundir hoppa leikin ljúf,
lömbin júgrin sjúga.

Ţetta má lesa afturábak enda sléttubönd.

Bjartsýni:

Fínn er dagur, fagur mjög,
fögnum vorsins skímu.
Syngjum bráđum sumarlög
og semjum góđa rímu.

Haust ađ vori

Snćlduvitlaust snjóar hér,
snúđug er vorsins glenna.
Grilliđ svölum útá er,
og í kaf mun fenna.

Voriđ ţađ er vitsins laust,
vindur raddbönd ţandi.
Snemma núna hlćr nú haust,
hryssingslegur fjandi.

Bakviđ haust viđ blasir vor,
brátt ţví eykst hér kraftur.
Međ ljúfur tónum léttast spor,
er lóan syngur aftur.


Andinn og holdiđ

Nćrbuxnaleysi er nýljóđum merkara,
í nćturhúmi.
Upprisa holdsins er andanum sterkara,
upp í rúmi.

Nakiđ holdiđ nćrir andann
í nćturhúmi
vaknar ţráin, vekur landann
í vatnsins rúmi

Vorvísa

Grćnkar soldiđ grassins strá
gróđurfoldin lođna.
Ilmur moldar eykur ţrá
aftur holdin rođna.

Páskadagur

Súkkulađ-og svitadrómi
sćlukliđur,
tćmast diskar, terturjómi
tútnar kviđur

Umferđin

Snjór og bleyta, bílar hreyta,
bikiđ reita, tjöru fleyta.
Rusliđ ţeyta, rúđur skreyta,
ruma ţreyta, hnefum steyta.

Fer ekki bráđum ađ vora?

Ţegar hylur hríđin svört
og hrekjast ylir sannir
senn ţá mylur sólin björt
og sundur skilur fannir.

Surtsey

Uppúr gúli eyjan hrökk,
ógnarspúliđ jarđar.
Gufusúlan surta dökk
svifu kúlur harđar.

Án titils

Fallegt er faglegt,
feykn er ţađ gott,
ljúft er og laglegt,
ljómandi flott.

Grýlukerti

Grýlukertis klakavax,
klćđa núna húsiđ.
Niđur vaxa, neđan ţaks,
nota má í djúsiđ.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

98 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 54164

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband