Leita í fréttum mbl.is

Ullarstaka

Var ósáttur viđ síđustu stöku og lagfćrđi hana nokkuđ:

Skelfing kalt er skíragull
sem skafl ţađ veldur dofa.
En hjartans von er hćrđ sem ull
í hlýju ţess vil sofa.


Djúpstaka

Hjartans von er hćrđ sem ull
og hlýja gleđi veitir.
Ef föđurland er fínt sem gull
finnst mér kalt viđ leitir.


Blá er hönd

Bara smá athugasemd viđ myndina sem fylgir ţessari frétt.. Wink

Seđil ţungan hrifsar hönd
međ hrađi.
Bleikar neglur og blá er hönd
á blađi.


mbl.is Úrslit í Norđausturkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Útsynningur - uppkast ađ ljóđi

Fékk hugmynd ađ uppkasti ađ ljóđi ţegar ég var ađ lesa Einar Sveinbjörnsson.

Nú anda kaldir vindar kúlum hörđum
klakkar fagrir, augum land á gjóa
sjá ţar glitta í opinn Faxaflóa
og fjöllin brátt kitla í háum ţröngum skörđum.


Stjórn

Stjórnar lýđnum, aldrei er
önnum sínum vaxin.
Fórnar kostum, sjaldan sér
sekan bankalaxinn.


mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rímćfing

Gálan er kalin og galin
samt gengur um salinn hún Palin
en frúin er slow
međ frekju fékk show
- en kindin gekk kvalin um dalinn.


mbl.is Sarah Palin í sjónvarpiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Askasleikir

Undanfarin ár hef ég bćtt viđ einni og einni jólasveinavísu - nú er komiđ ađ Askasleiki. 

Treg var vitund,  tóm var vömb
trylltur hljóp af fjalli.
Í dalnum engin lítil lömb
lund í hungursfalli. 

Inn í bćinn arkađi
eftir náttmálsstundir.
Hryllingsbúkinn harkađi
höfđagafli undir

Hungriđ sćrđi sálartóm
sveinninn var í hnjaski.
Feginn sleikti gráan góm
er greip í brún á aski. 

Inn í bć var dökkt og dimmt
draugaverur flćmdust.
Hund og kött hann kvaldi grimmt
kaldir askar tćmdust.

En núna kankvís krunkar hann
sem kanna upp á stólnum.
Ţekkir allvel bođ og bann
í blómarauđum kjólnum.

Sjá fleiri Jólasveinavísur

Askasleikir er jólasveinn númer sex í röđinni. Fyrr á öldum, ţegar fólk matađist enn úr öskum, faldi hann sig gjarnan undir rúmum. Ţegar askarnir voru lagđir fyrir hunda og ketti til ađ leyfa ţeim ađ sleikja, varđ Askasleikir fyrri til, krćkti í ţá og hreinsađi innan úr ţeim (af jolamjolk.is).


Lífsreglur

Lífsreglurnar eru ekki flóknar sem ég set synunum, sem eru ţriggja ára:
 
Ekki klípa, ekki bíta,
ekki lemja,
ekki sparka, ekki spýta,
ekki kremja.

Ţeir fara reyndar ekki alltaf eftir reglunum

Jólaundirbúningurinn

Ţetta sagđi frúin mér ađ gera - ég er ekki búinn ađ ţessu öllu.
 
Hús skal svampa hátt og lágt,
hangiframpart reykja,
kaupa lampalýsiđ hrátt
og ljós međ glampa kveikja.
 
Lesist međ norđlenskum framburđi.

Hvirfilbylur vs. fellibylur

Fellibylur feiknastór
feykist hafi yfir.
Utanvert er ógnarkór
í auganu kyrrđ lifir.

Hvirfilbylur kraftmikill
kastast yfir landi
Snöggtum smćrri snýst lykill
snúinn er sá fjandi

Munurinn á hvirfilbyli og fellibyli.

Um hugtakiđ fellibyli á ensku


mbl.is Ofurhvirfilbylur á Kyrrahafi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

101 dagur til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband