Leita í fréttum mbl.is

Askasleikir

Undanfarin ár hef ég bætt við einni og einni jólasveinavísu - nú er komið að Askasleiki. 

Treg var vitund,  tóm var vömb
trylltur hljóp af fjalli.
Í dalnum engin lítil lömb
lund í hungursfalli. 

Inn í bæinn arkaði
eftir náttmálsstundir.
Hryllingsbúkinn harkaði
höfðagafli undir

Hungrið særði sálartóm
sveinninn var í hnjaski.
Feginn sleikti gráan góm
er greip í brún á aski. 

Inn í bæ var dökkt og dimmt
draugaverur flæmdust.
Hund og kött hann kvaldi grimmt
kaldir askar tæmdust.

En núna kankvís krunkar hann
sem kanna upp á stólnum.
Þekkir allvel boð og bann
í blómarauðum kjólnum.

Sjá fleiri Jólasveinavísur

Askasleikir er jólasveinn númer sex í röðinni. Fyrr á öldum, þegar fólk mataðist enn úr öskum, faldi hann sig gjarnan undir rúmum. Þegar askarnir voru lagðir fyrir hunda og ketti til að leyfa þeim að sleikja, varð Askasleikir fyrri til, krækti í þá og hreinsaði innan úr þeim (af jolamjolk.is).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta minnir mig á að ég þarf að láta jólasveininn gefa í skóinn, það fór næstum illa í gærkvöldi, en reddaðist þó á síðustu stundu

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband