Leita í fréttum mbl.is

Ljóðmæli 7 - stöku háttur

Hér eru svo nokkrar stökur af ýmsum gerðum, mögulega síðasta samantektin en ef ég nenni þá á ég t.d. eftir að taka saman limrur sem ég hef gert - en einnig hef ég gert nokkrar hækur sem verða að bíða birtingar. Sjá stöku hátt í meðfylgjandi skrá


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ljóðmæli 6 - kvöldskuggar

Hér eru nokkrar vísur og ljóð í þyngri kantinum. Sjá meðfylgjandi skrá:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ljóðmæli 5 - myndir

Hérna eru ljóð og vísur sem ég vil kalla myndir, mest náttúrumyndir - sjá meðfylgjandi skrá
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ljóðmæli 4 - heimsósómi

Í fjórða skammti er umfjöllunarefnið ýmiss ósómi, jafnvel hálfgert kvart og kvein. Sjá meðfylgjandi skrá


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ljóðmæli 3 - Gamanmál

Í skammti þrjú eru nokkrar vísur í léttari kantinum. Auðvitað er húmor manna misjafn, en vonandi hefur einhver gaman að. Sjá meðfylgjandi skrá:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ljóðmæli 2 - til ykkar

Í skammti tvö eru ljóð og vísur sem ortar hafa verið til konunnar minnar Gunnhildar og strákana okkar Þorgeirs og Friðgeirs.Sjá meðfylgjandi skjal
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ljóðmæli 1 - Nokkur ljóð

Í gegnum tíðina hef ég hent saman ýmsum kvæðum og ljóðum, en sjaldnast hef ég verið sáttur við afraksturinn. Hér birtist fyrsti skammtur af þeim ljóðum sem ég persónulega er ánægður með. Sjá meðfylgjandi skrá.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Strætó

Langt síðan ég bjó til vísu, hér er eitt stykki.

Útsýnis ég einatt nýt
í ullarpeysu.
Í vagninum ég vaskur lít
vegaleysu.

Ég hefði átt að vara við gæðunum, en maður ryðgar í þessu sem öðru Wink


Blankheit

Ef að vinnur evrusjón
íslensk þjóðin blanka.
Þá loks aftur flissar Frón
með fullan gleðibanka.


mbl.is Aserbaídsjan efst á listum veðbankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siggavísur

Sögu áðan heyrði hrygga
hugsanlega er það frétt
á Interpoli sá ég Sigga
með sætan skallablett.
Neitar heimför, "NO WAY" segir hann
nýmóðins það þykir víst að henda banana.
Sérstakur á hýðissokki rann
Siggi hlær og skríkir títt og öskrar "NANANA"
Kaldir bíða, klefa smíða
kannske finnst þeim Siggi leim.
Siggi, Siggi, Siggi, Siggi
Siggi komdu heim.

Saka má nú dreng um digurð
en dásemd þykja augun blá
Hérna glittir hvergi'í Sigurð
hárstrían er grá.
"Hvað ert þú að sýsla Siggi minn?"
Sérstakur var hvass í bragði og tók í slappa kinn.
"Réttast væri' að flengja ræfilinn.
Reifstu svona buxurnar og nýja jakkann þinn?"
"Farðu ei í felur Siggi,
finna mun þig Interpol."
-Hann birtist loks á bar í London
í bleikum hlýrabol.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

102 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband