Leita í fréttum mbl.is

Hálfklárađ ljóđ

Sofđu meir sonur minn smái
nú sefur vćrt ríki og ţjóđ
ţó hlutabréfs horfinn sé gljái
ţá höfum viđ alltaf gullsjóđ.

Í draumnum ţú mátt jafnvel mála
myndir af krónu međ vćng.
Ţó skuldsett sé skel ţín og sála
mun skuggi ei falla á sćng

...


Samhengislaust

Hér eru ţrjár samhengislausar stökur (sú fyrsta er limra) sem mér finnst rétt ađ halda til haga.

Sú fyrsta varđ til ţegar veriđ var ađ stríđa mér ;) 

Ég kannast viđ stríđni í kauđa
sem kallar oss bölvađa sauđa
og gríniđ köld fönn
hann glottir viđ tönn
gervalla nóttina rauđa.

Önnur var um ţá kenningu ađ örnefni tengt pöpum vćri vísun í brjóst.

Ţađ er frekar fornt- óljóst
ţeir fyrstu í landnáminu.
En prýđi ţykja papabrjóst
sem punt í landslaginu

Svo varđ ein til fyrir nokkru síđan og var hugsuđ sem gestabókafćrsla sem ekki varđ úr.

Veisluföng og vistir ţínar
vekja kökk.
ţví harđar voru hćgđir mínar
-hafđu ţökk.


Offiser Backus

Ţetta er ekkert sérstök vísa, en ég stóđst ekki mátiđ. 

Heldri frú á fáknum ók
fjörug var í svamli.
Fyrstur kom og kerlu tók
-kóninn Backus gamli.


mbl.is Tilkynnti um eigin ölvunarakstur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rakalaus rök

Viđ heyrum stundum röfl og raus
sú rökţurrđ margan ćrir.
Ef rökin verđa rakalaus
sú röksemd engan nćrir.


Hauststemma í svartari kantinum

Alkuliđ nálgast nú napurt
nýmóđins grána enn hjallar.
Verkamenn fóru frá fróni
í flóttanum mikla.
Kuldaleg stórhýsin stara
og stillasar braka í vindi.
Hátt fljúga ţakplötur hráar
og hringa sig niđur til sjávar.

Kvöld

Tungliđ feita tekur völd
tiplar - skartafríđur.
Hnefann steyta kolsvört kvöld
klćđiđ bjarta svíđur

Sunnudagur

Ef ég hefđi fengiđ mér í glas í gćr, ţá hefđi dagurinn vćntanlega byrjađ svona:

Grúttimbrađur glćr í augum,
gloppa djúp í ţöndum taugum,
ţrútinn búkur, ţambar kók.
Höggin ţung í höfđi mínu,
međ hrikalega magapínu,
í sófanum í sveittri brók.

En ég var reyndar ađ koma heim eftir ferđ á leikvöllinn og göngutúr međfram sjávarsíđunni, svo ţetta á alls ekki viđ.


Áskrift sem engin er.

Mogga ylli miklum trega
-mikill skađi-
ef upp segđi endanlega
engu blađi.

Hriplekt flak

Hálflamađir hćgt nú ausa
hriplekt flak.
Sígild skútan sundurlausa
sífellt lak.

Kuldin kitlar fróniđ.

Uppi viđ örkum á hjara
undir mun hlýnunin mara.
Ilurinn fór
og enn kemur snjór
ţví árstíđir koma og fara.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

101 dagur til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband