Leita í fréttum mbl.is

Afi sótti

Afi greitt á gamla Rauđ
götu fór í brćđi.
Sótti létt og lítiđ brauđ
lágkolvetna fćđi.

Afmćlisstökur

Í tilefni afmćlis Ragnars Inga Ađalsteinssonar ţá orti ég nokkrar stökur - ţćr eru of óskipulagđar til ađ vera samhangandi kvćđi:
 
 
Kann vel flćđi verks og vits
vill oft kvćđi laga
Ţekkir gćđi ríms og rits
og rúnafrćđi braga.

Blót ei magnar böl né tuđ
bragvís sagnaslyngi.
Oft af lagni ljóđin stuđ-
lar hann Ragnar Ingi.

  • Fjöllum undir fćddist barn
    fegiđ stundi bjargiđ.
    Klettar drundu hreyfđist hjarn
    hátt- var -bundiđ argiđ.

    Fyrrum tál var fyllerí
    flaska hál í pappa.
    Núna skálar alldrei í
    alkahálum tappa.

    Róm ađ brýna í rćđu kann
    röđull skín á svörđinn.
    Sigurlínu sinni ann
    svo ađ hlýnar jörđin.

Ingi

Lyngi grćnu öllu ann
aldrei landiđ sneyđir.
Ingi dafnar, hvergi hann
heiđar gróđri eyđir.

mbl.is Bauđ New York Times á fundinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veđriđ

Ţetta getur aldrei enst
en ţađ fer ađ ţreytast:
Um ţađ bil ţá veđriđ venst
vill ţađ aftur breytast.

Vínviđur

Ţegar ég drepst (sem vonandi er langt ţangađ til):

Eftir rjóma, öl og kex
og ýmsa fína lesti:
Oná leiđi voru vex
vínviđurinn besti.

Stökur

 

 

Ljúffengt jafnan lífiđ er
ţó löng og ströng sé glíma.
Glćnýtt ár má gefa ţér
gćfuríka tíma.

 

 

Ef ţú dýrkar sćll og satt

 samstöđuna mína.

 Auđ mun ţjóđin eignast hratt

 og ýmislegt frá Kína.

 

 

En ef ţú hvergi finnur vin ţinn vćna

vittu til og gráttu ei í ţvegil

ef vongóđur ţú vilt nú sjá ţig sprćna

á vegginn hengdu flennistóran spegil.

 


Gluggagćgir

Kom af fjalli, furđusveinn
fjarri breiđum vegi.
Ţar rölti Gluggagćgir einn
geđslegur var eigi.

Dökkar götur, drögin vot
dröslađist um svartur.
Fann ţá jafnan skúmaskot
ef skein of máninn bjartur.

Liđugur ađ ljósi rann
líkt og húsafluga.
Á kotum, glugga glćra fann
grályndur í huga.

Handtökin ţar hafđi skjót
í hirslum daufra glópa.
Gersemar og glćsidót
um greipar lét hann sópa.

-

En núna bankar blítt á gler
bjartur er án skugga.
Vćnn hann lćtur vita'af sér
veifar inn um glugga.


Sjá fleiri Jólasveinavísur


Klifađ

Klifađ (međ smá svindli)

Lćra talsvert ţurfa ţý
ţingmennirnir ć og sí
síđan frama nokkrum ná
nái ţeir ađ ljúga, já.

 

Jánka flest og ţurrka ţjó
ţjónar auđs og lífsins gró
gróđinn eykur magamál
málma dýrka, tóm er sál.


Fjađradýnur

Međ metta vömb og veskiđ ţykka,
vilja eitthvađ mýkra.
Af fátćkum ţeir fiđriđ pikka
í fjađradýnur ríkra.

Tíđindi

Eftir atburđi dagsins fannst mér ţetta vera máliđ:

Tíđindi ég trega flest,
tómum augum góni.
Ryk á dökkan dropa sest
dimmt er yfir Fróni.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

106 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband