Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Limrur

Allt skal nú skrá.

Nú lista skrá leiðsöguverðir 
um látlausar salernisferðir
en skrá þeir þá vel
skít bak við mel?
Þar geymast víst haugar vel gerðir. 


Grímseyjarferja

Á herrana blöðin nú herja
hræbilleg var ekki ferja
þeir hlusta þó vart
á væl og það kvart
förum nú bara til berja.


Eldsneytislimra.

Forðum var samráð í felum
er fyllt var á tankinn á vélum
nú syngja í kór:
"komum, ei slór,
sameinuð svíkjum og stelum".


Dæmigert.

Þeir gefa ei virðingavott
en væla með háði og spott
oft eru þeir
einn eða tveir
sem gagnrýna það sem er gott.


Fiskveiðistjórnunarkerfisvillulimra.

Togarar lífríkið tæta
en trillurnar ungseiðin gæta
á sjónum með króka
karlar sig spóka
og botndýrafánuna bæta. 


Múmíu fundur.

Í Egyptalandi varð undur
svo urraði'og gelti þar hundur.
Haldinn þar var
á víðþekktum bar
fjölmennur múmíu fundur.


Limruvilla.

Í Flórída'er flott og oft stillur
og fá sumir magnaðar grillur
hlýtt er oft það
og þurrt ei sjóbað
en vill einhver kaupa þar villur?


Undur (við)

Undur og er margt að meini
en enn virðast skrönglast í leyni
sú skrítnasta hjörð
sem hrekst hér um jörð
framsóknarflokkurinn eini.


Esjan freknótt.

Hún bjóst ei við bölvuðu hreti
í bóli lá Esjan í leti
en kuldinn kom hratt
hún loks upp spratt
hvítfreknótt reis hún úr fleti.


Hjónasvipur.

Hjónin brátt hjala um mund
og hefja nú samningafund
sveitt verður törnin
að sameina börnin,
köttinn og hvasstenntan hund.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

236 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband