Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Limrur

Fékk ekki boðsmiða.

Steingrímur heima víst hékk
og horfði á Batman og Skrekk
beið svo við síma
svört varð brátt skíma
því boðsmiða'á ballið ei fékk.


Ekki nógu sætur.

Geir snemma fór víst á fætur
formaður Jón núna grætur
á ballinu einn
einmana sveinn
alls ekki nógu var sætur.


Grasrót framsóknarflokksins

Viðræðan verður mjög snúin
og vaknar Jón allnokkuð lúinn
heymæði fær
frá haus niðrí tær
því grasrót er gömul og fúin.


Enn að telja.

Atkvæðin er hann að velja
all lengi mun við það dvelja
löng verður bið
eins og búist var við
Björn er svo lengi að telja.


Er VG á lausu?

Geir sér að glittir í hausu
á grænum og sýpur úr ausu
stelpan er sæt
og sjálfsagt mjög bright
en ætli hún lafi á lausu?


Friðum framsókn.

Friðaður flóinn og mýrin
friðuð er íslenska kýrin
og strýtan og hraun
held þó í raun
ætti'að friðlýsa framsóknardýrin.


Framsóknargenið fundið!

Kipp tók nú forfeðrafenið
og fylgið við arfberaslenið
víst svo er það
vitum við að
nú vaknaði framsóknargenið.


Bílum fækkar

Frónbúinn farskjótann ann
í fjársvelti hagvöxtur brann
og afleiðing gerða
er að hér verða
aðeins einn komma einn bíll á mann 


Fjármálanautið

Hagstjórnun hérna er erfið
því hreyfanlegt þykir hagkerfið
nú fegrast þó skraut
því fjármálanaut
er komið í kosningagerfið.


Nefndir

Oft getum bætt hérna efndir.
Eru'ekki flestir vel stefndir?
Örörkumat
eflum hér tak,
og nefndardrög setjum í nefndir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

235 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband