Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Limrur

Tekanna

Lituð er ljósblá tekanna
ég lít ofan í og te kanna
anganin mett
munn hef ég grett
"ég meðlætið núna tek Anna".


Böl má bæta.

Í mjöli er ansi vel mannað
af möðkum, það hefur margt sannað
og smjörklípu þræta
bölið má bæta
og benda á eitthvað allt annað.


Heimilisiðnaður vex.

Fúlt er að heyra um fjanda
og ferlegan áfengisvanda.
en búsið ei tefst
og í bílskúrnum hefst
framleiðsla á ljúffengum landa.


Færeyingar

Færeyskir fremstir nú standa
og finn ég til norrænna banda.
Þarna er þjóð
sem þvílíkt er góð
sem vill okkur leysa úr vanda.


Ekki allt svart.

"Rétt er það", röflaði króinn
og roðnaði grallaraspóinn:
"Ekki'er allt svart
ýmislegt bjart"
og horfði svo hreykinn á snjóinn.


Ljósblá limra

Í fjarska sé fallegar strendur
og félausar stöndugar lendur
mig langar á flakk
laus við það pakk
með ljósbláar kámugar hendur.


Klakalimra.

Herrann í hrími er þakinn
nú herðast mun frostið og klakinn.
Einhver hér laug
í ati við Baug
einræðisherrann var vakinn.


Heimsendir tefst.

Engar enn gröfum við grafir
greiðlega heimsmyndin lafir.
Hver sem er sér
sem betur fer
á endanum urðu smá tafir.


Bless, fagra veröld.

Það myndast mun molla og stækja
og mannkynið allt það mun skrækja.
Svarthol dökkgrátt
mun gleypa allt hrátt
og okkur svo aftur út hrækja.


Snæfellsjökull

Hylur margt sá hvíti faldur
sem hitinn niður brýtur
Undan jökli kemur kaldur
klakabundinn skítur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

236 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband