Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Hringhendur 2013

Æstur Kári


Ýfir báru, belgir kvið,
blæs upp fjára, glæstur.
Lætur
gárast lúðumið
ljóti Kári æstur.

Andleysið

Af norðri herðir hríðin enn
heggur sverð af þunga.
Illa gerður endar senn
er andlaust verður lunga.

Rokið

Rokið skellur rammt af þrá
ryðst með hvelli'og asa.
Skríður, gellur, skoppar hjá
úr skýjum hellist flasa.

Beinaber

Í hríð og sagga hungrið sker
mót hreti gaggar tófa.
Í rjúpu þaggar beinaber
breitt þá vaggar rófa.

Á bárum kröppum

Fuku tárin toppi af
tær af gárum knöppum.
Ljúft í fjára fugl samt svaf
fýll á bárum kröppum.

Við Flóann

Gutlar Eyjan gul á brá
glymur tregi kletta.
Flekkótt þegja fjöllin há
við Flóann spegilslétta.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þaraflóin

Lognið dró um loftið slóð
lykt af sjó og þara.
Þæg á klóarþangi stóð
þaraflóin - Klara.

Hænufet

Sólin mer burt hrím og hret
hreinsar gler af legi.
Um himin fer hún hænufet
hærra á hverjum degi.

Teistur

Stíga teistur tæran sjó
í tunglsins neista snauðum.
Sækja'og kreista sjávarfló
í sokkaleistum rauðum.

Við laupinn

Át í móðu iðrin flest,
augun blóði hlaupin.
Á klettahlóðir hrafninn sest
hreinsar slóð við laupinn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband