Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Hringhendur 2013

Þorskaver

Þungbrýn gárast þorskaver,
þrumar Kári glæstur.
ýfir báru, breiður fer,
blæs nú fjári æstur.

Sjávardregill


Fýll á seglum svífur nær,
að sjávardregli þokast,
eins og regla tindatær,
tungl í spegli lokast.

Kindarlegt

Blása vindar, bólstra slá
bólgna lindarvegir.
Milli tinda til og frá
tuskast kindarlegir.

Vetrarhlýindi

Fjarlæg hretin hrímköld þrá,
með hríðarteturs glýju,
að hylja betur stein og strá
og stöðva vetrarhlýju.


Langvinn norðanátt

Enn er dofinn Ennisháls
undir vofu lekur.
Hvenær rofar hann til máls
og hattinn ofan tekur?


Grútarbleyta

Hreystrið skreytta klípur kló,
kreppt og beitt er þvinga,
grútarbleyttur goggur hjó
grá og reytt er bringa.


Sílamáfur

Sól úr hvílu hærra rís
himna prílar rjáfur.
Í vetrarfýlu vorið kýs
vesæll sílamáfur.

Gárar sjó

Fjöru, þræðir, þaraskó,
þangið snæðir rollan.
Fjörðinn glæðir, gárar sjó
glæsta æðarkollan.

Hvítagaldurs máni


Mávaskvaldur, blíður blær
blikar faldur gráni.
Á himnatjaldi hnoðra slær
hvítagaldurs máni.

Vetrargestir

Vetrargestir vappa tún
um vorið þrestir skríkja.
Krummi sest á klettabrún
kuldabrestir víkja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

249 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband