Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Ef sóttkví

Ef ég lendi í sóttkví, ţá...

Sonnettu ég semja mun,
svolgra skálar sléttubanda,
gleypa í mig gnýstuđlun,
og grćna töđu kvćđalanda.

Háma í mig fögur ljóđ,
frussa burtu ljótar bögur,
lesa allt um land og ţjóđ,
langar yrkja rímnasögur.


Tvćr vísnagátur

Fatnađur var faglegur.

Ferđast, veldur skelfingu.

Gulur drykkur gagnlegur.

Geymd er inn í hvelfingu.[1]

 

Höndunum í kulda, kćr.

Kaka lítil heitir.

Lćtur saman leiđslur tvćr.

Losta drengjum veitir.[2]

 

Svar hér ađeins neđar

.

.

.

.

.

..

.

.

..

..

.

.

.

 

[1] Kóróna

[2] Múffa


Stökur

Móđur er og mikiđ sakna,
mćni á klukku, í sófa drolla,
senn ég fer ađ sofa - vakna,
sýp svo ljúfan kaffibolla.

---

Níđiđ vćri nćstum lof,
nýtt er tćkifćri,
ţó ţađ kannski yrđi of
ef orđiđ huliđ vćri.


Blása vindar

Blása vindar, bólgnar sćr
brakar grind og skrjáfar.
Stormur blindar, brimiđ hlćr
bárur synda máfar.


Jólatrésríma

Öxin brýnd og yndćll friđur,
arka ég um skógarnefnu.
Full er gleđi, fullur kviđur,
fagna laus viđ átt og stefnu.

--

Viđ hćga göngu maginn mallar
maltađ viskí nćrir kroppinn,
skyndilega skítur kallar,
skal ég núna finna koppinn.


Ljóst ađ hérna birtist brúni,
bráđum saurgast snjórinn hvítur,
undir fögrum fannardúni
falinn verđur ljósbrúnn skítur.


Hann er nokkuđ hlýr og mjúkur
hann mun brćđa snjóhuluna.  
Hreinn nú litast hvítur dúkur
heyrist lágvćr gleđistuna

.

Skógur ilmar, fuglar flýja
flćđir snćviţakin drullan.
Yggla sig nú andlit skýja
og ţau hylja Mánan fullann

--

Finn ađ lokum fagurt greniđ
flott er tréđ međ beina stofna.
Heim ég fer og hverfur sleniđ
hlýtt er rúm, ég glađur sofna.


Ketkrókur

Í nótt kemur ketkrókur

Dökkt var klćđiđ, dökk var lund,
dökkur birtist klókur.
Međ boginn staut um stein og grund
stiklađi Ketkrókur.

Sagt var um ţann ónytjung,
ađ ýfđi hungurs tregi,
í ketiđ óx oft ţráin ţung,
á Ţorláksmessudegi.

Hörku gómsćtt hangiket,
hafđi sérhver kompa.
Fóliđ stautinn langa lét
líđa niđur strompa.

Ţjófóttur međ gruggugt geđ
gerđi illt međ poti.
Drungalegt sem dánarbeđ
varđ dagurinn í koti.


---

En núna sveiflar sínum krók
syngur lagleg kvćđi.
Ţćgilegur ţambar kók
ţykir snilld og ćđi.


Veđriđ

Kári blćs nú helst til hast,
hrjúfar skrapast kverkar.
Rámur hvćsir, hringsnúast
hryđjur kaldar, sterkar.


Föstudagurinn svarti

Kátt er yfir köldum hjörtum,
kaupmenn halda veislu,
á föstudegi, furđu svörtum
fagna meiri neyslu.


Blásvart húmiđ

Fuglar éta frćin köld og frostiđ bítur.
Stjörnubjart er blásvart húmiđ
bísn nú freistar hlýja rúmiđ.


Sjálfslýsing

 

Ţórđargleđi ofar er,
aldrei fettar granir.
Stređi unnir, sjaldan sér,
súrar ofskynjanir.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

227 dagar til jóla

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 52563

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband