Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Grćnlandsvísur

Grćnlandsvísa nr. 1

Kitla hreindýr, kyssa birni,
kaldan stíga jaka,
vađa lćki, vćta girni
viskí drekk í klaka.
 
Grćnlandsvísa nr. 2
 
Sést í Eiríksfirđi fríđ
fríđleiksmikla Brattahlíđ
hlíđ sem ein af bćjum ber,
berangur er lítill hér.
 
Grćnlandsvísa nr. 3
 
Ţeir láta sig vasklega vađa
um voga, en engum til skađa,
milli jaka og ţara,
ţrćđa og fara
á 35 mílna hrađa.
 
Grćnlandsvísa nr. 4
 
Í Leiruvogarlćkjunum
leika má viđ bleika fiska.
Međ kúnst og veiđiklćkjunum
keikir setja steik á diska.
 
Grćnlandsvísa nr. 5
 
Svangir eru synirnir
svíkja veiđikveikjur.
Í viđbót ţurfa vinirnir
vćnar sautján bleikjur.
 
Grćnlandsvísa nr. 6
 
Heitir Snati hundur minn,
hreindýrsmatinn dáir,
hvergi latur höfđinginn,
um holt og flatir gáir.
 
Grćnlandsvísa nr. 7
 
Nú er gjólan grimm en hlý,
Grćnlands skjóliđ klárast,
ţúsund sólir, silfurský,
sćr viđ bóliđ gárast.
 
Grćnlandsvísa nr. 8 og 9
 
Brosir Magnús, bogin stöng
bláan lćkinn klappar.
Vćnar flugur, veisluföng
vilja bleikir kappar.
 
Bergsveinn er međ brotna stöng,
bleikjur allar svíkja,
vćnar lirfur, veisluföng,
varla á ţćr kíkja.
 
Grćnlandsvísa nr. 10
 
Hvenćr loks ég hvíli beinin,
hverfa mun ég undir skafl.
Ţá mátt láta stóra steininn
standa mér viđ höfuđgafl.
 
Grćnlandsvísa nr 11
 
Mikill finnst mér Grćnlands galdur,
göfug er hér sólskríkja,
en enginn stelkur, enginn tjaldur,
engin mófugl ađ kíkja.
 
Grćnlandsvísa nr. 12
 
Ţegar kemur kvöldiđ svart
kíkir inn um glugga
selalýsiđ brennir bjart
burtu alla skugga.
 
Grćnlandsvísa nr. 13
 
Armćđan er alltaf best
upp viđ steininn rétta.
Tvisvar gleđst víst sá er sest
á svarta gabbrókletta.
 
Grćnlandsvísa nr. 14
 
Kröpp hér ţykja Kaldbakshorn
kúra ţau einsömul,
mjög á okkur mćna forn
milljón ára gömul
 
Grćnlandsvísa nr. 15
 
Á Stuđlabergi stendur jörđ
Stefáns milli handa.
Ţarna sáum hreindýrshjörđ
hlaupa yfir sanda.
 
Grćnlandsvísa nr. 16
 
Veiđiţjófur á vergangi
vitlaus land um smeygir.
Bukki upp á berggangi
breiđu horn sín teygir.
 
Grćnlandsvísa nr. 17 og 18
 
Vinir hlógu, vindur rauk
voru mál ađ rćđa.
Í hendingskasti húfan fauk
í hafiđ blauta skćđa.
 
Söltuđ húfan hangir nú
sem harđfiskur og rengi.
Bráđum hefur húfan sú
hangiđ nógu lengi.
 
 
Grćnlandsvísur nr. 19 - 21
 
Brullaup vorum bođnir í
brúđkaup margra nátta
flottheit mjög og fyllerí
1408.
 
Sauđnautsskankar, lambalund,
léttsúrsađur selur.
Vildum mjög á vinafund,
vonir margur elur.
 
Kirkjugólfiđ granítsteinn,
gruggugt öl viđ barinn,
en hópurinn var helst til seinn
og hersingin öll farin.
 
 
Grćnlandsvísa nr. 22
 
Í Narsaq er eitt sem getur glatt
glampar sem jökulbláminn.
Nokkrar tommur tćmdust hratt
viđ tuttugu feta gáminn.

Ytra Tungugil

Giliđ langa göngum,
gleđi fylgir stređi,
stökkvum upp ađ Stekki,
stöndum ţar og öndum,
köttur skríđur kletta,
krákur hleypur strákur,
götur grónar fetum,
gellur spóinn hvellinn.

Háttatal júní-júlí 2024

Um mánađarskeiđ, frá 28 júní - 20 júlí 2024, orti ég slatta af vísum viđ ýmis tilefni og flokkađi jafnóđum niđur í bragarhćtti. Hér er afraksturinn og ekki í neinni tímaröđ, en í háttatalsröđ.

 

Ferskeytt  

  1. Ferskeytt

Frođa 

Golan hlýja hitar loft

hála brautin tćlir.

Í góđu stuđi ansi oft

ísköld frođan kćlir.

 

  1. Frumframhent, Hálfhent

Sumarnótt 

Dagur fagur dregur tjöld,

dökknar himinblámi.

Ţótt ađ nóttin komi köld,

kemur enginn grámi.

 

  1. Frumsamframhent

Mýrarsundin 

Ýfir, hrífur, hreyfist rótt 

heitur blćr viđ lundinn.

Svífa fífuhárin hljótt 

hćgt um mýrarsundin.

 

  1. Framhent

Veđurhamur 

Vargast, garga vekja ugg

vindar, tinda berja.

Kvistir hristast, gárast grugg

gjárnar, árnar merja.

 

  1. Skáhent

Kónguló

Kónguló frá Karţagó 

kúrir mjög og dreymir.

Agnarsmá međ eftirsjá 

engu ţađan gleymir.


Hverfell/Hverfjall

Ćđir kjellinn upp á fell 

ört mun kraftur ţverra.

Nćst fer kallinn niđur fjall

nú er bakiđ verra.

 

Draghent

 

  1. Draghent

Maríuerlan 

Flugurnar um fötin smjúga

flest á borđum spilla.

Maríuerlan má inn fljúga 

maga sinn ţar fylla.

 

  1. Draghend sléttubönd

Svikasumar 

Klaga munum, varla víkur

vakna, glitrar sjórinn.

Daga langa sumar svíkur,

sjaldan drekkum bjórinn.

 

Vakna víkur 

Bjórinn drekkum, sjaldan svíkur,

sumar langa daga.

Sjórinn glitar, vakna víkur,

varla munum klaga.

 

  1. Draghend sléttubönd, víxlhend

Öliđ meiđir 

Öliđ meiđir, hvergi kverkar 

kitlar, glundur vćtir.

Böliđ eyđir, vitlaust verkar,

varla undur bćtir.

 

Kitlar kverkar

Bćtir undur, varla verkar 

vitlaust, eyđir böliđ.

Vćtir glundur, kitlar kverkar, 

hvergi öliđ meiđir.

 

Stefjahrun 

 

  1. Síđsniđframríma

Boltastjarnan

Boltastjarnan skein oft skćrt

skildi ekki tap.

Upp nú fuđrar angurvćrt

aldrađ stjörnuhrap

 

Skammhent

 

  1. Fráhent

Flakka lömb

Flakka lömb á fjallakömbum,

fíngerđ naga strá.

Urđir smeygja upp sig teygja,

orđin köld og grá.

 

Gagaraljóđ

 

  1. Hringhent

Bölvađ hnođ 

Ţetta er bull og bölvađ hnođ

bundiđ sull sem rímar vel.

Fjarri gulli, frekar mođ,

fast á drullu ađ ég tel.

 

  1. Síđstiklađ

Í Hörgárdal 

Í Fornhaganum finna má 

fjallasal og lćkjarhjal,

blómin fögur fjólublá,

fuglamal í Hörgárdal.

 

Nýhent

 

  1. Frumbaksneitt, síđframsneitt

Sniglar 

Sniglar fóru ađ leita ađ laut

latir, feitir vildu kúra,

ei má vera of vot og blaut

vex ţar ax og hundasúra.

 

Stafhent

 

  1. Mishent

Félagsvist 

Ennţá Biden berst viđ Trump,

berast lćtin heim til Gump,

ţeir fíla twist og fađmhlýju,

félagsvist og bocciu.

 

  1. Klifađ

Bryggjuhátíđ 

Á Bryggjuhátíđ fólkiđ fer

ferlega ţađ geggjađ er

erfitt samt er stanslaust stuđ 

stuđning ţarft viđ gleđi puđ.

 

Samhent 

 

  1. Áttstiklađ

Áttţćttingur

Sveinbjörn aldarafmćli 

Hert og ţjált er stuđlastál,

sterkt er mál sem kveikir bál, 

ţín var sál oss segulnál,

Sveinbjörn Váli - ţína skál.

 

Stikluvik

 

  1. Hringhent

Heilrćđi

Langtum best ţađ löngum tel,

láta bresti vera,

sinna gestum sćll og vel

sýna flestum vinarţel.

 

  1. Vikframhent

Kenderí 

Kallinn fer á kenderí,

kalt og svalt er öliđ.

Svona er mitt sumarfrí 

svall og eilíft fyllerí.

 

Valhent 

 

  1. Frárímađ

Fuglasöngur 

Nú er sumar, sólskin fuglar syngja um.

Ţó ađ rigni dag og dag,

dásamlegt viđ heyrum lag.

 

Stuđlafall 

 

  1. Samrímađ, frumframhent, bakhent, síđhent

Núvitundagönguferđ 

Margir arga mjög er grjót um hnjóta,

ţegar flćkir fótur rót,

fýldir skrćkja sótađ blót.

 

 

Afhent 

 

  1. Framsneitt

Sól og ský 

Sólin felur sig á bakviđ sćgrátt skýiđ

Blómin sveima blásvart mýiđ.

 

  1. Sniđstímađ

Fuglamergđ

Fegurđin er fuglamergđ um flóa og haga,

og flugusuđ um sumardaga

 

Stúfhent 

 

  1. Fimmstiklađ

Í Fnjóskadal 

Syngja, gala, hneggja, hjala, hátt er mal,

fuglatal í Fnjóskadal

 

  1. Sniđframrímađ

Klósettskál 

Aldir líđa eru móar ennţá hál

köld og rennblaut klósettskál

 


Forsetakosningar 1. júní 2024

Undir feldi

Veltir flóđiđ fúlum ţara
flugur sitja'á tađi,
undir feldi ađrir mara,
í úldnu svitabađi.

Kjósa rétt
 
Upp úr jörđu eldur gýs,
elsku vinir.
Einnig rétt ég eflaust kýs,
eins og hinir.
 
 
Kosningaríma
 
Viđ ţurfum ei ađ ţrasa grett
ţrúgandi er klefi.
Í kosningum er kosiđ rétt
ţú kýst međ ţínu nefi.
 
IceQueen kýs ég, Ásdísi Rán
inn á Bessastađi.
Hennar vart get veriđ án
vel ég ţví međ hrađi.
 
Steinunn best mun bćta allt
í Bessastađasloti.
Hér er mitt mat, hreint og kalt
hún heldur ţjóđ á floti.
 
Viktor er mín vonardís
vekur Bessastađi.
Stend ég međ og stöđugt kýs
sem stund í freyđibađi.
 
Eiríkur međ ást og ţrá
enn ég kýs og hneigi.
Um bárur siglir beint mót vá
á Bessastađafleyi.
 
Arnar kýs, ég kalla hátt
"komdu á Bessastađi."
Reiđa ţjóđ mun rétta sátt
og rjómasúkkulađi
 
Hratt ég kýs nú Höllu Tomm
til halla Bessastađa.
Stöđug er og sterk sem romm
stúlkan afslappađa.
 
Ástţór ég víst alltaf kýs
á hann Bessastađi.
Bardagana burtu vís
bćgir frá međ hrađi.
 
Núna kýs ég Nonna Gnarr,
nćst á Bessastađi.
Ef lekur ofn og ljótt er marr
ţađ lagar drengur glađi.
 
Baldur kýs og bregst hann ei
Bessastađagrundum.
Íslands brag og borg og ey
bćtir öllum stundum.
 
Helst ég gćti Helgu keyrt
ađ höllum Bessastađa.
Ljúf er daman, líkt og meyrt
lambiđ heilgrillađa.
 
Kötu vel, ei bregđast bönd
í Bessastađafjósi.
Jafnvíg er međ hćgri hönd
ţó hjartađ vinstri kjósi.
 
Snjall nú kýs ég Höllu Hrund
sem hrífur Bessastađi.
Hún vekur ţjóđ og léttir lund
í ljósum flísfatnađi.
 
Kosningalíffćri
 
Ég er ekki alveg viss međ hvađa líffćri best er ađ kjósa...
 
Líffćrin ţau láta ei
lýđrćđiđ í friđi.
Hjartađ ţađ er grandlaust grey
og gleypir slćma siđi.
 
Best er í gallblöđru allt
beiskt og súrt ađ gleyma.
Viltu kjósa villt en snjallt
visku húđ mun teyma.
 
Í einlćgni ţú hreina halt
međ heilakvörninni.
En atkvćđi ţú skrifa skalt
međ skeifugörninni.
 
 
 
 

Nokkrar stökur

Enginn bóndi

Enginn bóndi, enginn matur
ei um sult mig kćri,
lúđu et og eftirmatur
ágćtt hákarlslćri.
 
 
Ráđherrastóllinn
 
Landinn vill ei slef né slen
sleipur ţykir hóllinn
hćttu ţessu Bjarni Ben
blár er ekki stóllinn!
 
Sumardaginn fyrsta
Kaldan vetur kveđjum sátt
hann kann sig enn ađ byrsta,
en sól og fuglar syngja hátt
Sumardaginn fyrsta.
 
Palestína
 
Bombur sundra börn og víf
beigur, hryllingspína.
Hatur eyđir lönd og líf
Lifi Palestína.

Borgarnesbragur

Borgarnesbragur, sunginn í Mottumessu 17. mars 2024 af Drengjakór Barabars.
Texti Höskuldur Búi Jónsson, Erlent lag.
 
Nú rođnar himinn og sest er sól
söngur heyrist um borg og hól
og Hafnarfjalliđ í fögrum kjól
fagurt syngja, Borgnesingar.
 
Sjá tungliđ kyssir tjásuský
teygir myndirnar golan hlý
svo kettir sperrast viđ dirrindí
dásemd syngja, Borgnesingar.
 
Í Brákarsundi er fagurt fley
flykkjast tjaldar viđ sker og ey
hratt gróđur vex blómstrar Gleymmérey
glađir syngja, Borgnesingar.
 
Hér tekur undir međ ölduslátt
eins og Brák sýni styrk og mátt
og klettaborgirnar kalla hátt
kröftugt syngja, Borgnesingar.
 
Hár ómur glymur um ás og barđ
ástin vekur upp Skallógarđ
og söngur heyrist um Heiđi'og Skarđ
hávćrt syngja, Borgnesingar.

Jól og áramót 2023-24

Vćn er hátíđ vona'og sátta
vosbúđ stríđs nú endum.
Viđ á Gunnlaugsgötu 8
góđa kveđjur sendum.
 
Í árslok margt er upp á hár
um ţađ vil ég letra
nú má verđa nćsta ár
nítján prósent betra.

Heilrćđi

 

Ef heimur skvettir skít á ţig,
skaltu áburđ góma,
ţá mun aukast ţroskastig
og ţitt líf fyllast blóma


Síđsumar og haustvísur

 
Júlí
 
Hundavísur 
Heitir Loki hundur minn
hann í roki svíkur.
Inn í ţoku auminginn
eins og poki fýkur.

Heitir Úlfur hundur minn
hrćddur púlar tittur.
Eins og súlfur auminginn,
ilmar fúlipyttur.

Heitir Moli hundur minn
hleypur, volar, skammar.
Eins og rola auminginn
oní holu gjammar.

Heitir Tumi hundur minn,
hann oft skrumiđ eltir.
Eins og ţruma auminginn
álfur hrumur geltir.
 
Mengun 
Ţótt okkar land sé ofursvalt
eitriđ vill ţar freyđa
og móđan liggur yfir allt
einnig norđan heiđa.
 
Ágúst
 
Langisandur
Leikgleđi viđ Langasand
lifnar út á Skaga.
Vinalegt er Vesturland
varma sumardaga.
 
Hrumir karlar
Hćrugráir hrumir karlar,
herpa kinnar saman,
er lyndisgóđir leđurjarlar
litríkt hafa gaman.
 
 
September
 
Dellan
Sífellt meira missi trú
á mannlífshaugnum sjúka,
enda fúl og út úr kú
er öll dellan mjúka.
 
Ćviskeiđ (50 ára)
Ekki er komiđ ískalt haust,
enn er sól og blíđa,
ćviskeiđiđ endalaust,
áfram vill samt líđa.
 
 
Október 
 
Hafnarfjall
Kólnar ört viđ klettastall,
kemur vetrarskolli,
hátt og fagurt Hafnarfjall,
er hćrugrátt á kolli.
 
Öliđ
Öliđ drekk, en ekki af kvöđ
ört ég handlegg teygi,
lyfti upp ađ munni mjöđ
á miđvikudegi.

Jysk
Sćngurverin sjást á Jysk
sumpartinn á röngu,
eru bara örsmátt kusk
í eilífđinni löngu.
 
Haiku
Sólin leggur sig.
Kólnar loftiđ krókna strá
kemur veturinn.
 
Birtist fullt og bjart,
tungliđ sem ađ tipplar létt,
tćrt og kyssir ský.

Ýmsar stökur síđustu mánađa

Apríl

Vor í lofti 
Hćgur ţeyrinn, ţćgur ber,
ţíđan angan foldar,
inn um glugga, indćll fer
ilmur gróđurmoldar.

Vor ég sé á vćnum sel
er vaggar upp og niđur,
fjöruilminn finn og skel
og fugla heyri kliđur.
 
Hrafnar snyrta hreiđrin sín
hafiđ slétt sem rjóminn.
Á sumardaginn fyrsta, fín
fögur spretta blómin.
 
Voriđ fór
Norđan kuldi, krapi snjór, 
klént en satt. 
Vetur kom og voriđ fór
vođa hratt.
 
Maí
Kuldalegt
Leikur allt í lyndi,
lóan komin er,
ýfist undan vindi,
ansi kalt er sker,
gula grasiđ kjagar,
gogginn kćlir hagl.
Heyiđ hrossiđ nagar,
hélađ dustar tagl.
 
Tenerife og vextir
Ráđamanna magnast auđur,
međan auka vextir böl
liggur frćndi leggjarauđur
laglegur međ iskalt öl.
 
Júní
Gangur lífsins
Gangur lífsins virđist vís,
vćngjuđ krían flýgur,
sólin enn í austri rís,
og í vestri hnígur,
kind af vana kroppar hrís,
kýr á tuggu mýgur,
fullt af gleđi, fólkiđ kýs,
fólk á ţing sem lýgur.
 
Strandafjöllin
Ský á himni gaspra grá,
um grćnan skóg og lyngiđ,
og Strandafjöllin fagurblá
sem fegra Húnaţingiđ.
 
Lómagnúpur
Tíminn áfram tifar djúpur,
taktviss hratt til framtíđar.
Ljósblár himinn, Lómagnúpur,
líđur vatniđ álftapar.
 
Sjálfsaginn
Sitthver ţykir sjálfsaginn,
sumars hlýju daga.
Rúgbrauđ, smjör og rauđmaginn,
renna niđr´í maga.
 
Augnahákarl kćstur
Sjaldan fćrđu fremra hrós,
fagri gróđur smćstur:
Yndislega Eyrarrós
augnahákarl kćstur.
 
Skjóliđ
Berji á ţér bleytan gröm
blessuđ skýin feli sól,
haldi flest á heljarţröm,
hertu ţig og finndu skjól.
 
Sumarhćkur
Syngur sumar hér.
Stekkur hóla stúlka fim,
stelkur hlustir sker.
 
Náttúran er ný.
Kindin jarmar, kallar lamb,
kinnar bítur mý.
 
Himinn glansar grár.
Suđa flugur, kalla kátt,
kitla nasahár.
 
Njóta eđa ţjóta
Stundum er stundin ađ njóta,
og stunda smá slökun og hrjóta,
en eftir ţann blund,
oft upp kemur stund,
ađ tímabćrt ţykir ađ ţjóta.
 
Prjónađ
Fram og aftur fingur hratt
fimlega nú brokka,
mamma prjónar peysu glatt,
prýđis húfu´og sokka.
 
Skagafjöllin
Sól í austri svífur rétt
sćt viđ hafiđ spegilslétt
Skagafjöllin skreytt og nett
skýin kyssa ofurlétt.
 
Júlí
Flyđrugrundir
Fer ég sundiđ, fögur stund
flyđrugrundir sveima.
Morgunstundin mýkir lund
margir blunda heima.
 
Gosmóđa
Eldgos ţykja engu lík
ćđa hraun um slóđa.
En rislág er nú Reykjavík
rökkurgrá er móđa.
 
Ţrungiđ spennu ţagnir rauf,
ţur í eldgos hlóđu,
fölgrá verđa fjöllin dauf,
falin bakviđ móđu.
 
Lundi
Eg sá lunda, áfram skunda
eins og pundiđ dregur
út um grundir Gríms ađ funda
glćstur, undarlegur.
 
Í Hólavallagarđi
Tćrt var spíratár á steini
tappinn fauk og eitthvert datt
og gömlu skáldin glöđ í leyni
gegnum okkur drukku hratt.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

161 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband