Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Stökur

Spáin

Spáin ţín er spekingsleg
spennan mun oss ţrúga
en ţessi úrslit ćtla ég
einfaldlega ađ trúa.

Tvćr ótengdar stökur

Magga Skúla

Aldrei glepur geđiđ fúla
góđ er lund ţín tćra.
Mćtar óskir, Magga Skúla
má ţér alltaf fćra.

 

Orđagjálfur

Ţó ég geri glöp oft sjálfur
góđa fólk, upp rísum.
Ađeins stundum orđagjálfur
inn'í bundnum vísum.

Tvćr stökur í nóvember

Himnafeđur hlađa í
harđa kalda bakka,
ákaft senda gegnum gný,
gráa éljaklakka.
 
Varla er alltaf stanslaust stuđ
en stundum birtist fagur
laus viđ glýju, grimmd og puđ
gleymanlegur dagur.

Nokkrar stökur

Síđla veturs:

Vekur jurtir, vermir grund
vor í byrjun Góu.
Ég held ađ eftir hálfa stund
heyrast muni í lóu.
 
Hnígur volgur hnjúkaţeyr,
hneggja fákar glađir.
Kvođnar niđur klakinn meyr,
klökkna fannatrađir.
 

Vorvísur: 

Nístir kul í norđanátt,
nötrar fölgul sinan.
Von er heit ađ víki brátt,
vonlaus kuldahrinan.
 
Sćkir ađ ţá sunnanátt,
svörđinn regniđ vćtir.
Grćnka hólar hátt og lágt,
hlýjan fugla kćtir.
 

Gaypride:

Fráleitt tel til falsvonar
ađ fjölbreytnin hér blífi
og allir geti allskonar,
unađ sínu lífi.
 

Sumarfrí:

Svif ég inn í sumarfrí,
sćludaga.
Gćlir viđ mig golan hlý,
grasiđ naga.
 

Haustdagur:

Styttast dagar, fölnar fold
fjársins kólna trýnin.
Lopapeysur hylja hold
hverfa trampólínin.
 

Munurinn á kúk og skít: 

Flokka mestallt má međ lykt
-ţađ margir ná ađ feika.
En blautleiki og breidd og ţykkt
býr til glćsileika.

Smáfuglar

Heitt fć kaffi og kakómalt,
og krás úr eldhúsinu.
En smáfuglarnir kroppa kalt
korn af gulri sinu.

Mikilvćg V

Virđing

Međ vinnusemi virđing gefst 
en vart međ kjaftahnođi.
Eitt er víst hún aldrei sést
í alnets gyllibođi.
 
Von
Mćđir ársins maraţon
á  mörusundi.
Nýja áriđ vekur von
um vinafundi.
 
Vinátta 
Vinafundur magnar mund
ég mćta ykkur vildi.
Ţví kćr er stund og lifnar lund,
ljúf međ hláturmildi.

Covid og Sörur

21. nóvember Sörur

Vantar ekki vörurnar,
um víđfeđmt internetiđ.
Svartamarkađs sörurnar
sífellt get ég étiđ.
 
Sörubakstur svíkur ei
svitna vart viđ staupiđ.
Gliđnar veski, gleđur mey,
geggjađ tímakaupiđ
 

22 október Covid

Lymskufullt og ljótt er haust
leitt er ţófiđ.
Enginn gengur grímulaust
gegnum Kófiđ.

Nú er ástand nokkuđ svart,
nćstum óvit.
Allir gera ćtla margt,
eftir Covid.
 
 

Uppsafnađ

11. október

Ađgang ađ eggvopnum skerđiđ
og ađgerđir lögreglu herđiđ
verslanir tćmiđ
svo takist nú dćmiđ
ţví tússinn er beittari en sverđiđ.

6. september

Blćs ört vindur brýnir raust,
blöđin gulu lemur,
laufin visna, vaknar haust,
vetrarljóđin semur.

Ég var ekki fullkomlega ánćgđur međ 2019 og orti ţetta á gamlársdag - en gleymdi ađ birta. Mig grunar ađ ég eigi eftir ađ fagna enn meir ţegar ţessu ári lýkur.
 
Eitt var slćmt og annađ skár,
ei mun bölva og ragna.
Mér fannst ţetta misjafnt ár
mun ţví nýju fagna.

Ég leysti frćnda minn af einn dag í sumar á sjó:
 
Flakkađ hef um falleg miđ,
frekar illa rata.
Langt var ekki landstímiđ,
en lítil skítafata.
 
17.júlí
 
Undan starfi ströngu flý,
strögl í miklu puđi .
Sigli nú í sumarfrí
í sól og góđu stuđi.
(um himinn arka úfin ský,
frá illum veđurguđi.)

Sumarsól

Dauft er húmiđ, dröfnin slétt,
dansar sól á feldi.
Fuglaskrafiđ furđu létt
á fögru sumarkveldi.


Vor 2020

Voriđ kemur vítt og bjart

í vonar klćđum.
Vođalega veit ég margt
í veirufrćđum.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband