Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Stökur

Stöku staka

Forsetinn:
Ekki er gatan alltaf breiđ

ýmsar hćttur leynast,
en forsetinn hann fer ţá leiđ
sem farsćlust mun reynast.

Tengdamamma sjötug:
Ađ rótum hlúir, reitir arfa,
rćktar beđ í erg og gríđ.
Tengdamóđir mín mun starfa
međal blóma alla tíđ.

Sléttubönd:
Sjaldan yrki, vondar vísur
velta útúr kjafti.
Aldan gutlar, hávćrt hnísur
hlćgja, skeljar lapti.

Brúđkaupsvísa:
Ađ ykkur núna allir dást,
ţađ okkar gleđi sannar.
Sífellt rćktiđ sanna ást,
Sigga Rún og Fannar.

Pottavísa:
Sólin glóir, geislar ljá
glit viđ sjó og potta.
Fegnir ţangađ fara ţá,
ferđamenn til ţvotta.

Sumarkuldavísa:
Norđanvindar naprir streyma,
nötrar allur Flóinn.
Víst er gott ađ vera heima,
ţá vćlir kaldur spóinn.

 


Örfáar stökur

Nokkrar stökur sem hafa safnast saman undanfarna mánuđi: 

Ţorri:

Ţó ađ kaldur Ţorri sé
ţiđna ég á blótum.
Súrar klaufir, sviđin hné
sinar ét af fótum.

Ţegar sé ég ţorrafat
ţá verđ ég mjög ćstur.
Giniđ opna, gleypi mat
góđur er hann kćstur.
 
Hertur, reyktur, saltur, súr
sviđinn mat ég kyngi.
Fer í Ţorra ketókúr
kátur ţó ég spryngi.

Hálf sléttubönd:

Kraftur brestur latur les
línur ţessar aftur.
Aftur ţessar línur les
latur brestur kraftur.

Vísnagáta 1 (tilgáta ađ svari velkomnar í athugasemdum):

Veldur ísköld vetrarnótt,
vír úr teini grönnum,
lćsir hurđum hart og mjótt,
hörđ er böl í tönnum.

Lífskjarasamningur

Loksins komu kjarabćtur
krydd er nú á fiski.
En hótelstjórinn hávćrt grćtur 
í humarinn á diski. 

Vísnagáta 2 (tilgátur ađ svari velkomnar í athugasemdum):

Garp í grundu neyđir,
geymast krakkar reiđir,
vel hann gjarnan veiđir,
vćtu framhjá leiđir.

Ćrslabelgir:

Oft í miđju martrađar,
myndir ljótar detta,
er upp úr grasi allstađar,
ćrslabelgir spretta.

Júní:

Góđ er tíđin, grćnkar hlíđ og gljúfrin víđa.
Júníblíđa, brumin prýđa,
blómin fríđu landiđ skrýđa.


Hola

Allt er núna út úr kú,
ekki mun ég vola,
minn er vinur napur nú,
nćstum orđinn hola.


Vetrarfönnin

Vetrarfönnin vekur ţjóđ
varla sést í stiku.
Ţessi staka, glögg og góđ
gleymist eftir viku.


Krumlur Kára

Hrikalegar krumlur Kára
klóra skegg á ţaki.
Vorsins gras og grćnan smára
geymir snjór og klaki.

Tjarnir stynja kaldan kost
klakinn brynjar lindir.
Eykur skynjun foldar, frost
frerans kynjamyndir


Ein og ein staka

Yfirlýsing:

Elsku fésbók ekki hirđa
allt mitt líf og myndir.
Viđ ţađ orđspor muniđ myrđa.
Mínar feliđ syndir.

Hóflífi

Hóflífiđ ţađ hreinsar ţjó 
heilsufćđis njótiđ. 
Vonlaust eflaust verđur ţó
veganúarblótiđ.

Áriđ

Áriđ byrjar eins og stundum 
enginn balans finnur.
Hvergi finnst nú klaki'á grundum
Króatía vinnur.

Hnöttótt

Hnöttótt er og fráleitt flöt
fögur jörđin, góđi.
Aumt er ađ skatta úldiđ kjöt
af ţví hvergi gróđi.

 


Staka á dag

31. desember

Svífur yfir svifryksfáriđ
sumir vilja sprengja. 
Nú er búiđ enn eitt áriđ 
enn fer dag ađ lengja.

1. janúar

Nú er startar enn eitt áriđ
ansi margt má bćta:
Hlćgjum bjartar, hunsum fáriđ
hćttum ađ kvarta'og ţrćta.

2. janúar

Ţraut er mikil ţađ ađ spá í ţetta veđur.
Af sér klakann áin ryđur,
ennţá samt er vetur miđur.


Sjóbađsvísa

Desember međ drjúgan kviđ
drulluköld viđ örkum miđ.
Í jökulkulda og jógafriđ
Jólastjörnu myndum viđ.


Stökur

Furđu oft ţá finnst mér ađ
frekar lítiđ hafi val,
um hvađ skal segja, hví er ţađ,
og hvernig vísu enda skal.

--

Ef bragga fagran byggja á
ţá brúkast góđir hanskar,
svo út í garđi stingast strá
sem standast kröfur danskar.

--

Mjöđur klístrast, mýkist smér
meyrir blístra vanir.
Á veggjum tvístrast kvćđakver
komu ístruflanir.


Mýrarsnípa

Fastar klípur, kćlir bóg
kuldinn grípur trítil.
Situr hnípin, meyran mó
Mýrarsnípa lítil.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 52593

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband