Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bálkar

Haustmynd

Í kjarrinu er karri einn,
að kroppa ber og lyngið.
hrafn í flýti svífur seinn,
að setja krummaþingið.

Himininn er heiður mjög
hreyfist varla bára,
sjófugl bærir sjóalög
og sést þá lítil gára.

Rauðgult kjarrið slær á slétt
slípað marið tæra.
Litar sólgult lyngið blett
í lognstillt hafið væra.

Á hvolfi fjöllin mála mar,
er mætast haf og tindar.
Í hlíðum ómar svansins svar,
sólin fagra blindar.

Haust

Ilmur haustsins heilsar mér
hrikta lauf í gjólu.
Týna kannski blá þau ber,
er blána neðan hólu.

Best er angan berjalings
er bærast haustsins vindar.
Hressir ómur hrafnaþings
hvítna fjalla tindar

Gult og rautt er laufblað laust,
laust í vindi skoppar.
Litafegurð, hreint er haust
hreinir fjallatoppar.

Vísnaleið

Ef ég vissi vísnaleið,
vísu rissið fyndi,
yrði hissa, hlægj'að neyð,
hátt svo flissa myndi.

En nú er skortur skáldalaust,
skelfing - orti lítið
vísnasportið heltómt haust,
horfið gortið - skrítið.

Skáldamjöður eyddur er,
yrklings töður fúlar.
Vísnafjöðrin flogin - ber,
fjörulöðrið smúlar.

Haust að vori

Snælduvitlaust snjóar hér,
snúðug er vorsins glenna.
Grillið svölum útá er,
og í kaf mun fenna.

Vorið það er vitsins laust,
vindur raddbönd þandi.
Snemma núna hlær nú haust,
hryssingslegur fjandi.

Bakvið haust við blasir vor,
brátt því eykst hér kraftur.
Með ljúfur tónum léttast spor,
er lóan syngur aftur.


« Fyrri síða

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 52521

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband